fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fréttir

Drápshundarnir á Þorláksmessu hafa líf annars kattar á samviskunni – Íbúar í hverfinu áhyggjufullir

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 28. desember 2021 10:25

Hundarnir sem urðu kettinum að bana.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á Þorláksmessu urðu tveir hundar ketti að bana við Ásveg í 104 Reykjavík. DV fjallaði um málið en nú er ljóst að þetta var ekki í fyrsta skipti sem þessir hundar eru til ama, þá var þetta heldur ekki í fyrsta skipti sem þeir verða ketti að bana.

Málið vakti mikla athygli á Þorláksmessu og skapaði miklar umræður í Facebook-hópum fyrir íbúa í hverfinu. Þar var vakin athygli á því að hundarnir, sem eru báðir af tegundinni ungversk vizla, hefðu valdið usla í hverfinu fyrr á þessu ári. DV ræddi við íbúa í hverfinu sem hefur fylgst náið með þeim ama sem hundarnir hafa ollið í hverfinu.

Sjá einnig: „Hryllileg eftirköst“ á Ásvegi eftir að tveir hundar urðu ketti að bana – „Þeir voru bara búnir að tæta hann í sig“

„Í október síðastliðnum ræðum við nágrannar saman á Laugarnesvegi – þá höfðu hundarnir semsagt verið að ærslast í garði nágranna míns, og hann sér að þeir eru að leika sér að ketti. Hann nær að reka þá úr garðinum sínum en sér svo seinna um daginn að kötturinn liggur þarna dáinn,“ segir íbúinn í samtali við blaðamann.

Nágranni íbúans hringdi í hreinsunardeild Reykjavíkurborgar og starfsfólk þaðan kom og sótti kattarhræið. „Þarna gerði ég ráð fyrir því að þetta væri í einhverju ferli hjá borginni því hundarnir eru dýrbítar og borgin hafði sótt hræið. En ég hringi sjálf í Dýraþjónustu borgarinnar í byrjun nóvember eftir að ég sé í hverfishópnum að hundarnir eru lausir og komnir upp á Dalveg. Átti gott spjall við starfsmann þjónustunnar, hún tók niður upplýsingarnar um kattardrápið og það kom auðvitað í ljós að hún vissi vel um hvaða hunda var verið að ræða.“

Íbúinn sem DV ræddi við segir svo að hún hafi rætt við annan nágranna sinn sem mætir hundunum ítrekað lausum á morgnana þegar hún gengur með börnin sín í skólann. „Hundarnir flaðra í kerrur og elta hjólafólk. Hún horfði upp á hundana elta sinn kött niður Hrísateig en sem betur fer gat kötturinn hoppað upp á bílskúr og slapp.“

Þá segir hún að hundarnir búi í opnum garði við göngubrúna hjá Laugarneskirkju og að fólk sem notar til dæmis leikvöllinn þar þekki umrædda hunda vel því þeir hlaupa um allt þar í kring. Hundarnir halda sig þó ekki við sitt nærsvæði og fara í langar ferðir frá heimili sínu, samanber þegar þeir drápu köttinn á Ásvegi. Tæpir tveir kílómetrar eru frá heimili hundanna og heimili kattarins sem þeir drápu.

Íbúar óttast um gæludýr sín og börn

Það er óhætt að segja að íbúar í hverfinu eru áhyggjufullir vegna hundanna. Í hverfishópunum á Facebook lýsa sumir þeirra yfir að þeir óttist hundana fyrir hönd gæludýranna sinna en einnig fyrir hönd barnanna sinna.

„Kettir og börn eiga ekki að þurfa að vera hrædd í hverfinu,“ segir til dæmis einn íbúi í athugasemd við færslu um hundana í öðrum hverfishópnum.

Íbúinn sem DV ræddi við kemur inn á einmitt þetta undir lokin í samtalinu við blaðamann. „Þetta er svo truflandi því ég á gamlan kött sem ætti ekki séns í þessa hunda og lítið barn sem ég vil að sé öruggt úti. Vona að það gerist eitthvað í málinu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Árni bendir lögreglu á að hann gengur enn laus – „Hvað veldur?“

Árni bendir lögreglu á að hann gengur enn laus – „Hvað veldur?“
Fréttir
Í gær

Óánægjualda vegna nafnsins á Pablo Discobar – Jón Bjarni segir merkilegt að vera slaufað í Kólumbíu

Óánægjualda vegna nafnsins á Pablo Discobar – Jón Bjarni segir merkilegt að vera slaufað í Kólumbíu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

BM Vallá og UNICEF á Íslandi undirrita samstarfssamning til þriggja ára

BM Vallá og UNICEF á Íslandi undirrita samstarfssamning til þriggja ára
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ákæran gegn Sigurði Fannari birt: Játar hvorki né neitar því að hafa banað dóttur sinni

Ákæran gegn Sigurði Fannari birt: Játar hvorki né neitar því að hafa banað dóttur sinni