Lögreglan óskaði í dag eftir aðstoð björgunarsveitanna á höfuðborgarsvæðinu við leit að einstaklingi í Elliðaárdalnum. Þetta staðfestir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, í samtali við DV.
Davíð segir leitina enn vera í gangi. „Það er verið að leita þarna í Elliðaárdalnum,“ segir Davíð en ekki er hægt að gefa út frekari upplýsingar vegna leitarinnar að svo stöddu.