fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
Fréttir

Netverjar benda á staðreyndavillur í Verbúðinni – Engum datt í hug að hlaupa og Íscola of snemma á ferðinni

Fókus
Mánudaginn 27. desember 2021 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Af fyrstu viðbrögðum að dæma virðist Verbúðin, ný sjónvarpsþáttasería úr smiðju Vesturports, hafa slegið rækilega í gegn meðal Íslendinga. Sérstaklega virðast þættirnir hafa fallið vel í kramið hjá kynslóðinni sem sannarlega upplifði það tímabil í Íslandssögunni sem um ræðir og virðast flestir ánægðir með hvernig til hefur tekist með að koma tíðarandanum til skila auk þess sem útlit og yfirbragð þáttanna hefur fengið talsvert lof.

Hinsvegar eru ekki allir sem kokgleypa við töfrum hvíta tjaldsins, eða öllu heldur sjónvarpsskjásins. Netverjar hafa sumir hverjir dregið fram staðreyndavillur í þáttunum sem þeir hafa rekið augun í. Fókus tók saman brot af því besta – sem þannig vill til að átta sér ekki síst stað í líflegum umræðum á vegg Egils Helgasonar.

Íscola og Lottó of snemma á ferðinni

Í þáttunum sést bregða fyrir auglýsingum fyrir  hinn ljúfa drykk Íscola. Verbúðin er sögð gerast árið 1983 en illu heilli kom Íscola ekki á markað fyrr en árið 1988 og var það Sól hf. sem kynnti drykkinn. Á sama tíma kom RC-cola á markað og var talað um að kólastríð geysaði í landinu.

Einnig sést bregða fyrir auglýsingu fyrir Lottó en happdrættið vinsæla var ekki kynnt til sögunnar fyrr en 22. nóvember 1986.

Íscola var drykkur guðanna að margra mati

Það hljóp enginn innanbæjar

Þessi staðreyndavilla er kannski fremur langsótt en í einu atriði fyrsta þáttar ákveður Harpa, sem Nína Dögg Filippusdóttir, leikur að flýta fyrir sér og hlaupa milli tveggja staða í bænum frekar en að keyra. „Verandi utan af landi, minnug þessa tíma. Það hreyfði enginn á sér rassgatið nema keyrandi – og allra síst að einhverjum dytti í hug að hlaupa innanbæjar,“ sagði einn netverji en lýsti þó yfir almennri ánægju með þættina fyrir utan þetta atriði.

Einkennisklæddir sjúkraflutningamenn

Þá fettir einn netverji fingur út í viðbrögð heilbrigðiskerfisins við andláti í fyrsta þætti. Þótti viðkomandi það ótrúverðugt að sjúkrabíl uppáklædda sjúkraflutningamenn myndi mæta á staðinn. „Öðru hjó ég eftir að í 1000 manna samfélagi var læknir sem kom ef maður dó skyndilega, læknirinn kallaði síðan á líkbíl en ekki sjúkrabíl með tvo bílstjóra í einkennisbúningum,“ segir gagnrýnandinn.

Blár Löwenbrau var ekki vinsæll á þessum árum

Áhugamaður um áfengissögu Íslendinga benti á það að bjór af gerðinni Löwenbräu hafi ekki verið vinsæll á þessum árum en slíkum bjór bregður fyrir í fyrsta þætti. Bjórinn hafi slegið í gegn eftir að bjórbanninu var aflétt árið 1989 og þá ekki síst vegna þess að  Sanitas-ölgerð hóf framleiðslu á veigunum. Sagnfræðingurinn og bjórunnandinn Stefán Pálsson benti síðan á að ástæðan fyrir því að Sanitas hóf framleiðsluna hafi verið að bjórinn seldist vel í Fríhöfninni skömmu fyrir afléttingu bannsins.

Íslenskir djammarar hötuðu ekki Löwenbräu á árum áður

Blótsyrðin voru íslensk

Einn netverji lýsir svo furðu sinni á því að karakterar í fyrsta þætti blóti og bölsóttist með hinum vinsælu alþjóðlegu orðum – „shit“ og ekki síður „fuck“. „ Minnist þess ekki frá þessari fornu tíð,“ segir einn netverji sem hefði eflaust viljað heyra kjarnyrtari blótsyrði eins og „andskotinn“ eða bara „djöfulsins“.

Um þessa fullyrðingu skapast talsverð umræða. Vitnar Eiríkur Rögnvaldsson, íslenskufræðingur, í BA-ritgerð Einars Lövdahl um „fokk“ en þar er vísað í viðtal við Ólaf Þórðarson í Ríó-tríóinu sem birtist í Morgunblaðinu 1985: „Krakkar eru hættir að bölva á íslensku,“ segir Óli. „Nú heyrir maður krakka segja hiklaust fuck og shit og svo framvegis, en það er nú farið að fjúka í flest skjól þegar krakkar kunna ekki að bölva á íslensku …“

Bætti þá Egill sjálfur við að fyrsti maðurinn sem hann heyrði segja fokk á Íslandi hafi verið Guðlaugur Bergmann. „En hann var frumkvöðull í svo mörgu. Þetta var í badmintontíma í KR húsinu sirka 1975. Ég var mjög hissa. Fannst þetta nýstárlegt,“ segir Egill léttur.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Samfylkingin gagnrýnir auglýsingu á vef Hafnarfjarðar harkalega – Hleypi illu blóði í viðræður

Samfylkingin gagnrýnir auglýsingu á vef Hafnarfjarðar harkalega – Hleypi illu blóði í viðræður
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Foreldrar leikskólabarna fagna áfangasigri – Eru afar ósátt við dómsmálaráðherra

Foreldrar leikskólabarna fagna áfangasigri – Eru afar ósátt við dómsmálaráðherra
Fréttir
Í gær

Gjaldþrota fyrirtæki Quang Le skipað að endurgreiða lyklagjald vegna leigusamnings sem aldrei var efndur

Gjaldþrota fyrirtæki Quang Le skipað að endurgreiða lyklagjald vegna leigusamnings sem aldrei var efndur
Fréttir
Í gær

Samherji leggur listamann í bresku dómsmáli – Villti á sér heimildir og baðst afsökunar

Samherji leggur listamann í bresku dómsmáli – Villti á sér heimildir og baðst afsökunar