fbpx
Mánudagur 03.febrúar 2025
Fréttir

Erfið morgunverkin hjá Simma Vill – Getur ekki opnað Barion Bryggjunni því allt starfsfólk er komið í sóttkví

Ritstjórn DV
Mánudaginn 27. desember 2021 11:01

Sigmar Vilhjálmsson. Mynd: Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veitingamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson átti erfið morgunverkin. Hann greindi frá því á Instagram-síðu sinni að Barion Bryggjan úti á Granda yrði lokuð í dag og mögulega næstu daga því að allir starfsmenn staðarins eru komnir í sóttkví.

„Það er óhætt að segja það að dagurinn í dag byrji með heldur skemmtilegum verkum eða hitt þó heldur. Það er þannig að við getum ekki opnað Barion Bryggjuna, hreinlega, og líklega getum við ekki opnað hana fram að áramótum af því að starfsmenn okkar þar eru komnir í sóttkví. Þeir eru ekki greindir með Covid, heldur komnir í sóttkví og megnið af þeim einkennalausir. En við getum ekki mannað staðinn þannig að við getum ekki opnað. Það er því lokað á Barion Bryggjunni í dag og næstu daga. Er ekki viss hvort að við náum að opna hann fyrir áramót. En þetta er hluti af þessu,“ sagði Sigmar í myndbandinu.

Sjá einnig: Simmi Vill reitti Íslendinga á Twitter til reiði með þessari færslu

Það hefur gustað um Sigmar yfir hátíðarnar en hann birti færslu á Twitter-síðu sinni rétt fyrir jóla þar sem að hann fullyrti að ekki væri lagaleg heimild til þess að skikka fólk í sóttkví eða einangrun og hægt væri að kæra þá niðurstöðu. Færslan vakti usla og varð til þess að fjölmargir hótuðu því að hætta viðskiptum við fyrirtæki sem Simmi rekur.

Veitingamaðurin sá síðan að sér og baðst afsökunar á færslunni og sagði hana vanhugsaða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna hlessa á nýrri prentarastillingu leikskólanna – Eykur á samviskubitið

Sólveig Anna hlessa á nýrri prentarastillingu leikskólanna – Eykur á samviskubitið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Var íslenska dragdrottningin myrt? – „Það hefur ekkert áunnist í þessari lögreglurannsókn“

Var íslenska dragdrottningin myrt? – „Það hefur ekkert áunnist í þessari lögreglurannsókn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eydís allt annað en sátt við Ingu Rún: „Er konunni alvara?“

Eydís allt annað en sátt við Ingu Rún: „Er konunni alvara?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristján ómyrkur í máli á fundi með borgarstjóra – Krafan er skýr

Kristján ómyrkur í máli á fundi með borgarstjóra – Krafan er skýr
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kynferðisbrotamaður sleppur með skilorð eftir að móðir og stjúpfaðir brotaþola létu hendur skipta

Kynferðisbrotamaður sleppur með skilorð eftir að móðir og stjúpfaðir brotaþola létu hendur skipta
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sjáðu Þór bjarga Hugin – Myndband

Sjáðu Þór bjarga Hugin – Myndband