fbpx
Sunnudagur 02.febrúar 2025
Fréttir

Sonur Sigurðar í lífshættu á Landspítalanum – „Það er mjög gott að finna stuðninginn“

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 26. desember 2021 17:00

Mynd af Sigurði: Ernir - Mynd af Árna: Facebook/Sigurður Þ. Ragnarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður Þ. Ragnarsson, veðurfræðingur og bæjarfulltrúi Miðflokksins í Hafnarfirði sem einnig er þekktur sem Siggi Stormur, greindi frá því á Facebook-síðu sinni í gær að sonur sinn væri í lífshættu.

„Jólin eru hátíð, hátíð ljóss og friðar og gleði. Núna er svo ekki hjá okkur hjónum, því sonur okkar, Árni Þórður, berst nú fyrir lífi sínu á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut og er haldið þar sofandi í öndunarvél og er nú að verða komin vika frá því sú staða kom upp. Um er að ræða alvarlega líffærabilun,“ segir Sigurður í færslunni.

Í samtali við DV segist Sigurður vera niðurbrotinn og útskýrir nánar hvernig málum er háttað. „Hann er í lífshættu og maður er náttúrulega niðurbrotinn. Þetta er fjölkerfa bilun í líffærum þannig að staðan er mjög þung og hún er mjög flókin en það er ekki búið að afskrifa neitt. Læknirinn orðaði það svona: „Við eigum ennþá eitthvað uppi í erminni.“ Þetta er meltingin, nýrun, brisið, lungun og fleira.“

Jólin í ár hafa verið látlaus hjá Sigurði og fjölskyldu hans vegna þessa. „Við höfum reynt að hafa svona lágmarks jól fyrir hina syni okkar þannig við týnum okkur ekki alveg í að hugsa bara um þetta. En örugglega þarf maður á hjálp geðlæknis eða sálfræðings eftir þetta, þegar þetta fer aðeins að skýrast. Hann er búinn að vera í öndunarvél núna í fimm daga og framfarir eru mjög litlar,“ segir hann.

Þegar blaðamaður náði tali af Sigurði var hann staddur á Landspítalanum. Vegna kórónuveirufaraldursins er heimsóknarbann en sökum þess hve alvarleg veikindi Árna eru má einn vera hjá honum í einu. Sigurður tekur fram að veikindi Árna tengjast faraldrinum ekki að neinu leyti.

„Við erum núna inni á spítala í þessum töluðu orðum, það er náttúrulega heimsóknarbann en af því hann er svo veikur þá má einn koma. Ég er reyndar ekki búinn að sjá hann í dag, það er eitthvað verið að stússast með hann inni á gjörgæslunni en þeir koma svo og kalla í mig á eftir,“ segir hann.

Standa saman á erfiðum tímum

Sigurður segir að mikil sorg sé hjá honum og fjölskyldunni en þau reyni að standa saman á þessum erfiðu tímum. „Auðvitað er bara mikil sorg í hjarta manns og fjölskyldunnar. Við reynum að standa saman, ég á góðar systur og aldraðan og góðan föður og tengdaforeldra sem öll eru af vilja gerð til að hjálpa. En það eina sem við getum gert er að vona og biðja,“ segir hann og útskýrir svo hvers vegna hann birti færsluna á Facebook-síðu sinni.

„Ég setti þessa færslu inn á Facebook bara í leit að hjálp. Það er lykilatriði í málinu og ég er búinn að fá ótrúleg viðbrögð frá fólki sem er að benda á læknamiðla og biðja fyrir honum. Það er mjög gott að finna stuðninginn, það er eiginlega ólýsanlegt, að finna að okkur er ekki sama hvort um annað. Svo verður tíminn bara að leiða í ljós hvað gerist. Þeir eru búnir að gefa það út, læknarnir, að af því hann er svoina veikur að þá mun þetta taka, ef vel gengur, vikur eða mánuði.“

Þakkar starfsfólki Landspítalans

Að lokum vill Sigurður þakka starfsfólki Landspítalans fyrir þeirra góða starf, sérstaklega í ljósi þess að það er búið að vera að vinna um jólin til að hjálpa þeim.

„Ég vil koma sérstöku þakklæti til hjúkrunarfólks og gjörgæslulækna á gjörgæslu Landspítalans við Hringbraut. Þeir hafa hringt um leið og eitthvað er ekki eins og það á að vera og haldið okkur upplýstum um lífshorfur og annað. Mig langar að koma sérstöku þakklæti til þess fólks sem búið er að vinna um jólin til að halda í honum lífinu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Var íslenska dragdrottningin myrt? – „Það hefur ekkert áunnist í þessari lögreglurannsókn“

Var íslenska dragdrottningin myrt? – „Það hefur ekkert áunnist í þessari lögreglurannsókn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólöf Tara er látin

Ólöf Tara er látin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vissi ekkert hvað hann var að gera þegar hann olli skelfilegu umferðarslysi

Vissi ekkert hvað hann var að gera þegar hann olli skelfilegu umferðarslysi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurði og félögum birt ákæra í stóra metamfetamín-málinu – Reyndu að smygla metamfetamín-kristöllum með bíl

Sigurði og félögum birt ákæra í stóra metamfetamín-málinu – Reyndu að smygla metamfetamín-kristöllum með bíl
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristján ómyrkur í máli á fundi með borgarstjóra – Krafan er skýr

Kristján ómyrkur í máli á fundi með borgarstjóra – Krafan er skýr
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að Pútín sé með leynilega áætlun – „Skelfilegt“

Segir að Pútín sé með leynilega áætlun – „Skelfilegt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sjáðu Þór bjarga Hugin – Myndband

Sjáðu Þór bjarga Hugin – Myndband
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sjáðu myndir og myndband frá björgunarstörfum á Reykjanesbraut og Suðurstrandarvegi

Sjáðu myndir og myndband frá björgunarstörfum á Reykjanesbraut og Suðurstrandarvegi