fbpx
Sunnudagur 02.febrúar 2025
Fréttir

Gríðarlegur gangur á barnafatabransanum – Petit í 40 milljóna plús og ævintýralegur vöxtur hjá Nine Kids

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 26. desember 2021 14:00

Barnafatafrömuðir mynd/samsett DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í september í fyrra sagði DV frá því að rífandi gangur væri í rekstri barnafataverslana hér á landi og að þeim hefði fjölgað talsvert. Samkvæmt ársreikningum verslananna fyrir árið 2019 var ljóst að það væri nóg að gera. Samanlögð velta barnafataverslana hér á landi fór yfir milljarð, líklega í fyrsta skipti árið 2019, en af lestri reikninga verslananna fyrir árið 2020 er ljóst að hápunktinum var ekki náð þá og gáfu þær all flestar verulega í á síðasta ári.

Framúrskarandi ár hjá Petit

Sem fyrr stendur rekstur Petit upp úr, en veltan þar jókst um nærri 70 milljónir á milli ára. Hún var rúmar 258 milljónir árið 2019 en skreið yfir 329 milljónirnar í fyrra.

Petit keypti vörur fyrir 200,6 milljónir það árið auk þess sem vörubirgðir í lok árs voru um sjö milljónum lægri nú en í lok árs 2019. Þannig má reikna að kostnaðarverð seldra vara hafi í fyrra verið tæpar 208 milljónir. Þær vörur seldi verslunin fyrir samtals 329,3 milljónir og var því meðal álagning á seldar vörur í versluninni um 60%.

Hagnaður af rekstri Petit fyrir árið 2020, að teknu tilliti til skatta, var 40,3 milljónir króna. Hann nam aðeins sjö og hálfri milljón árið á undan, og því um töluvert betri afkomu að ræða nú en áður. Eigendur verslunarinnar greiddu sér 21 milljón í arð í fyrra.

Eigendur Petit er Anna Linnea Charlotte Ahle og Gunnar Þór Gunnarsson.

Ævintýralegur vöxtur hjá Nine Kids

Nine Kids var stofnað árið 2018 af þeim Sigríði Rún Sigurgeirsdóttur og Helgu Sigurðardóttur. Segja má að gangurinn hafi verið ævintýri líkastur síðan þá, en velta fyrirtækisins nánast tvöfaldaðist á milli ára og var árið 2020 rúmlega 235 milljónir króna. Í fyrra var veltan 128 milljónir en árið þar áður veltu þær stöllur heilum níu milljónum.

Hagnaður fyrirtækisins árið 2019 var rúm milljón en fór í fyrra upp í rúmar níu milljónir. Meira var þannig til skiptanna, en þó er hlutfall hagnaðar af veltu töluvert hærra hjá Petit en hjá Nine Kids. Munar þar kannski mestu um vörubirgðirnar sem jukust um 17 milljónir á milli ára hjá Nine Kids.

Barnaloppan nálgast hundrað milljóna múrinn og Bíumbíum í góðum málum

Hin geysivinsæla Barnaloppa velti um 92 milljónum og jókst veltan um 20 milljónir frá árinu áður. Hagnaðurinn jókst einnig milli ára og var um 5 milljónir fyrir árið 2020. Handbært fé hjá Barnaloppunni nam um 20 milljónum við lok árs í fyrra og er það um 90% af efnahagsreikningi félagsins.

Þá var einnig um met ár að ræða hjá versluninni Bíumbíum, sem fór úr 138 milljóna veltu árið 2019 upp í 167 milljónir í fyrra. Hagnaðurinn þrefaldaðist jafnframt á milli ára og nam í fyrra 31 milljón.

Raunar virðist reksturinn hafa gengið svo vel að eigendur gátu greitt sér heilar 15,6 milljónir í arð úr rekstrinum í fyrra. Var það um 200 þúsund krónum meira en fyrirtækið greiddi í laun fyrir allt árið í fyrra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna hlessa á nýrri prentarastillingu leikskólanna – Eykur á samviskubitið

Sólveig Anna hlessa á nýrri prentarastillingu leikskólanna – Eykur á samviskubitið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Var íslenska dragdrottningin myrt? – „Það hefur ekkert áunnist í þessari lögreglurannsókn“

Var íslenska dragdrottningin myrt? – „Það hefur ekkert áunnist í þessari lögreglurannsókn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eydís allt annað en sátt við Ingu Rún: „Er konunni alvara?“

Eydís allt annað en sátt við Ingu Rún: „Er konunni alvara?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristján ómyrkur í máli á fundi með borgarstjóra – Krafan er skýr

Kristján ómyrkur í máli á fundi með borgarstjóra – Krafan er skýr
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kynferðisbrotamaður sleppur með skilorð eftir að móðir og stjúpfaðir brotaþola létu hendur skipta

Kynferðisbrotamaður sleppur með skilorð eftir að móðir og stjúpfaðir brotaþola létu hendur skipta
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sjáðu Þór bjarga Hugin – Myndband

Sjáðu Þór bjarga Hugin – Myndband