Árekstur varð í Skeifunni á dögunum en annar bíllinn var með myndavél í gangi í bílnum og náði því myndbandi af árekstrinum. Myndbandinu var svo deilt á samfélagsmiðlinum TikTok á aðganginum ryatomeisigurdarson, um er að ræða fyrsta myndbandið sem birt er á aðganginum.
Miðað við tímamerkinguna í myndbandinu varð áreksturinn um klukkan 18 þann 21. desember síðastliðinn. Áreksturinn varð fyrir utan Pennann í Skeifunni en sá sem tók upp myndbandið virðist vera að keyra inn á bílastæði Pennans þegar annar bíll ekur í veg fyrir hann.
Áreksturinn er nokkuð furðulegur, bíllinn sem ók í veg fyrir bíl þess er tók upp myndbandið virðist hafa verið að keyra uppi á gangstétt til að taka fram úr.
„Þegar þú ert að fara yfir veg með einni akgrein og einhver ákveður að breyta gangstéttinni í sína einka-akgrein,“ er skrifað yfir myndbandið á TikTok.
Um 19 þúsund manns hafa horft á myndbandið þegar þessi frétt er skrifuð en myndbandið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
@ryantomeisigurdarsonCrossing a 1 lane road. Someone decided the sidewalk counted as a 2nd lane. ##accident ##Reykjavik ##iceland♬ original sound – Ryan Tomei-Sigurðarson