fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
Fréttir

Fólk varað við að fara í göngu við gosstöðvarnar – „Eldgos gæti hafist með litlum fyrirvara“

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 26. desember 2021 17:14

Gos í Fagradalsfjalli. Veðurstofan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Almannavarnir og lögreglustjórinn á Suðurnesjum hafa ákveðið að virkja sms-skilaboð sem verða send til fólks sem fer inn á fyrirfram skilgreint svæði vegna jarðskjálftanna sem hafnir eru á ný við Fagradalsfjall á Reykjanesi. Þetta kemur fram í færslu sem birt var á Facebook-síðu Almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra.

„Er þetta gert því eldgos gæti hafist með litlum fyrirvara. Komi til eldgoss verður textaskilaboðum breytt í beina aðvörun til þeirra sem eru á umræddu svæði,“ segir í færslunni.

Þá kemur fram að ekki sé hægt að útiloka að sms-skilaboðin berist til fólks aðeins utan við skilgreint svæði og er því almenningur beðinn um að hafa það í huga.

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum varar að lokum fólk við að fara í göngu um gosstöðvarnar á meðan þessi óvissa ríkir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Samfylkingin gagnrýnir auglýsingu á vef Hafnarfjarðar harkalega – Hleypi illu blóði í viðræður

Samfylkingin gagnrýnir auglýsingu á vef Hafnarfjarðar harkalega – Hleypi illu blóði í viðræður
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Foreldrar leikskólabarna fagna áfangasigri – Eru afar ósátt við dómsmálaráðherra

Foreldrar leikskólabarna fagna áfangasigri – Eru afar ósátt við dómsmálaráðherra
Fréttir
Í gær

Gjaldþrota fyrirtæki Quang Le skipað að endurgreiða lyklagjald vegna leigusamnings sem aldrei var efndur

Gjaldþrota fyrirtæki Quang Le skipað að endurgreiða lyklagjald vegna leigusamnings sem aldrei var efndur
Fréttir
Í gær

Samherji leggur listamann í bresku dómsmáli – Villti á sér heimildir og baðst afsökunar

Samherji leggur listamann í bresku dómsmáli – Villti á sér heimildir og baðst afsökunar