Alls greindust 522 með Covid-19 hér á land í gær, aðfangadag, en þar af greindust 493 innanlands en 29 á landamærunum. Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum frá Almannavörnum sem sendar voru á fjölmiðla fyrr í dag. Aðeins 31 prósent, eða 155 manns, voru í sóttkví af þeim sem smituðust.
Samkvæmt tilkynningunni eru nú 3.188 einstaklingar í einangrun og 3045 í sóttkví.
Ljóst er að fjölmargir hófu jóladag á því að fara í skimun og segja reyndir aðilar í þeim efnum að röðin hafi mögulega aldrei verið lengri. Hún nær frá Orkuhúsinu við Suðurlandsbraut og upp bróðurpartinn af Ármúlanum.
Blaðamaður DV var á vettvangi og tók eftirfarandi myndir og myndband af röðinni. Fjölmörg börn mátti sjá í röðinni. Af stuttu samtali blaðamanns við nokkra sem biðu í röðinni má dæma að flestir séu þangað komnir til þess að losna úr sóttkví og geta þá eytt afgangi jólatíðarinnar með vinum og fjölskyldu.