Cristiano Ronaldo er duglegur að hjálpa þeim sem eiga um sárt binda. Hann hefur nú sett treyju á uppboð til að hjálpa þeim sem eiga um sárt að binda vegna eldgos á La Palma á Spáni.
Gosið er að klárast en það hefur haft mikinn skaða fyrir samfélagið, þannig hafa um 3 þúsund byggingar farið undir ösku.
„Ekki einu sinni kraftur í eldfjalli þurrkar ekki La Palma út. Allur minn stuðningur er ykkar á þessari fallegu eyju,“ skrifar Ronaldo á treyju sína.
um er að ræða landsliðstreyju Ronaldo sem hann klæddist en allur ágóði af sölunni fer í uppbyggingu á eyjunni.
La Palma er lítil eyja sem er hluti af Kanaríeyjum en margir Íslendingar hafa heimsótt eyjuna.