fbpx
Mánudagur 10.mars 2025
Fréttir

Þríeykið segir ekkert hæft í fullyrðingu Simma Vill – „Nei þetta stenst ekki skoðun“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 23. desember 2021 12:10

Upplýsingafundurinn í dag Mynd/Almannavarnir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

 

Þríeykið var aftur mætt á vaktina á upplýsingafundi almannavarna rétt fyrir hádegi í dag. Þar fóru þau yfir stöðuna í kórónuveiru faraldrinum hér á Íslandi og framtíðarhorfur.  Fyrir þá sem þurfa upprifjun þá samanstendur þríeykið af Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni, Ölmu Möller landlækni og Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni.

Fullyrðing veitingamannsins Sigmars Vilhjálmssonar, sem hann deildi á Twitter í gær, var borin undir þremenningana á fundinum, en Sigmar hélt því fram að engin lagaheimild væri fyrir hendi sem geri það heimilt að skipa fólki að sæta einangrun eða sóttkví og því gætu þeir sem hafi verið skipað í slíkt kært ákvörðunina, fengið henni hnekkt og sloppið fyrr en ella.

Þríeykið sögðu engan fót fyrir þessari fullyrðingu. Lagaheimildin væri vissulega til og sé það staðfest af fjölmörgum dómafordæmum.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði: „Nei þetta stenst ekki skoðun. Það er svo sannarlega lagaheimild fyrir því og við höfum þurft að láta á það reyna meira að segja og þetta er bæði skilgreint í sóttvarnarlögunum og svo í reglugerðum. Ég tel að þetta sé ekki rétt og þarna sé verið að hvetja fólk til að fara af stað með einhverjar málsóknir – sem fólk getur gert, fólk getur kært úrskurði um einangrun og sóttkví eða vísað því áfram en þetta að mínumati stenst ekki.“

„Það eru bara komin mörg fordæmi fyrir því nú þegar,“ bætti Víðir þá við.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rubio og Musk hnakkrifust í Hvíta húsinu – Trump reynir að breiða yfir deilurnar

Rubio og Musk hnakkrifust í Hvíta húsinu – Trump reynir að breiða yfir deilurnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jörfi opnar nýja fagverslun í Grænum iðngörðum á Akranesi

Jörfi opnar nýja fagverslun í Grænum iðngörðum á Akranesi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Undirskriftalisti til að koma í veg fyrir lokun hjá Janusi endurhæfingu

Undirskriftalisti til að koma í veg fyrir lokun hjá Janusi endurhæfingu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reynsluboltar hjóla í Björn: „Hissa að sjá þaulreyndan blaðamann skrifa af svona barnaskap“

Reynsluboltar hjóla í Björn: „Hissa að sjá þaulreyndan blaðamann skrifa af svona barnaskap“