fbpx
Mánudagur 03.febrúar 2025
Fréttir

Simmi Vill sér að sér og biðst afsökunar á umdeilda tístinu – „Þetta var virkilega vanhugsað og mislukkað“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 23. desember 2021 13:17

Sigmar Vilhjálmsson. Mynd: Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmar Vilhjálmsson, veitingamaður, hefur nú beðist afsökunar á tísti sem hann birti í gær þar sem hann hélt því fram að lagaheimild skorti til að skikka fólk í sóttkví eða einangrun og slíkt væri hægt að kæra til að sleppa fyrr en ella.

Sigmar hefur verið harðlega gagnrýndur í kjölfar tístsins sem hann viðurkennir nú að hafi verið vanhugsað og rangt. Eins greindu margir frá því að tístið hafi orðið til þess að þeir sniðgangi þá veitingastaði sem Sigmar rekur á borð við BarionHlöllabáta og svo Minigarðinnn.

„Ég vil biðjast afsökunar á virkilega lélegu og röngu tísti. Þetta var virkilega vanhugsað og mislukkað tíst. Vil taka af allan vafa að öll okkar fyrirtæki hafa lagt virkilega mikið uppúr sóttvörnum frá fyrsta degi og gera enn. Ég er miður mín yfir því að hafa sett þetta fram“

Þórólfur Guðnason sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að fullyrðingar Sigmars stæðust ekki skoðun. Lagaheimildin væri vissulega til og á hana hafi ítrekað reynt.

Sigmar hefur einnig skrifað ítarlegri færslu um málið á Facebook og þar segir hann tístið sitt hafa verið ferlegt og slegið rýrð á allt sem hann og hans rekstur standa fyrir Frá upphafi faraldurs hafi hann lagt áherslu á það við bæði börn sín og samtarfsfólk að „gera þetta saman“, taka stöðunni af æðruleysi og vinna að lausnum innan ramma fyrirliggjandi reglna.

„Ég skulda samstarfsfólki mínu stærstu afsökunarbeiðnina, því að þetta eina tíst getur rifið niður alla þá vinnu sem að baki er. Viðbrögð folks á samfélagsmiðlum er með þeim hætti að fólk segist ætla að hætta viðskiptum við staðina okkar og slíkt ógnar atvinnuöryggi samstarfsmanna minna. Það er ekki góð tilfinning inn í hátíðirnar. Ég ber ábyrgð á því.

Ég er miður mín yfir því að hafa sett þetta fram og miður mín ef að þetta hefur gefið einhverjum þá hugmynd að það sé í lagi að virða ekki sóttkví eða einangrun. ÞAÐ ER EKKI í lagi.“

Sigmar rifjar upp að sjálfur hafi hann farið bæði í einangrun sem og sóttkví og það sé skylda Íslendinga sinna slíku. Segist hann óska þess að fólk sýni því skilning að hann hafi hlaupið á sig, gert mistök og að hægt sé að fyrirgefa honum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna hlessa á nýrri prentarastillingu leikskólanna – Eykur á samviskubitið

Sólveig Anna hlessa á nýrri prentarastillingu leikskólanna – Eykur á samviskubitið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Var íslenska dragdrottningin myrt? – „Það hefur ekkert áunnist í þessari lögreglurannsókn“

Var íslenska dragdrottningin myrt? – „Það hefur ekkert áunnist í þessari lögreglurannsókn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eydís allt annað en sátt við Ingu Rún: „Er konunni alvara?“

Eydís allt annað en sátt við Ingu Rún: „Er konunni alvara?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristján ómyrkur í máli á fundi með borgarstjóra – Krafan er skýr

Kristján ómyrkur í máli á fundi með borgarstjóra – Krafan er skýr
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kynferðisbrotamaður sleppur með skilorð eftir að móðir og stjúpfaðir brotaþola létu hendur skipta

Kynferðisbrotamaður sleppur með skilorð eftir að móðir og stjúpfaðir brotaþola létu hendur skipta
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sjáðu Þór bjarga Hugin – Myndband

Sjáðu Þór bjarga Hugin – Myndband