fbpx
Sunnudagur 02.febrúar 2025
Fréttir

Óbólusettir bera faraldurinn uppi hér á landi

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 23. desember 2021 06:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Með tilkomu Ómíkronafbrigðis kórónuveirunnar breyttist heimsfaraldurinn að vissu leyti því bóluefni virðast ekki veita mikla vörn gegn afbrigðinu og það er mun meira smitandi en önnur afbrigði. En þrátt fyrir þetta þá er það óbólusett fólk sem ber faraldurinn uppi hér á landi.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að nýgengi smita hafi hækkað hjá öllum hópum en sé þó áberandi lægst í hópi bólusettra fullorðinna og hjá þeim sem hafa fengið örvunarskammt.

14 daga nýgengi á hverja 100.000 íbúa er 976,1 hjá óbólusettum fullorðnum en hjá fullbólusettum er það 675,3. Hjá þeim sem hafa fengið örvunarskammt er nýgengið aðeins 147,3.

90% landsmanna, 12 ára og eldri, hafa lokið bólusetningu eða rúmlega 283.000 manns. Rúmlega 154.000 hafa fengið örvunarskammt.

Þegar sjúkrahúsinnlagnir eru skoðaðar er munurinn enn meira afgerandi. Nýgengni óbólusettra er 32 á hverja 100.000 á síðustu tveimur vikum en hjá fullbólusettum er það aðeins 4,3%. Það er því rúmlega sjöfaldur munur á þessum hópum. Hjá þeim sem hafa fengið örvunarskammt er nýgengið ekkert og hefur verið þannig síðan 14. desember. Enn er ekki komin almennileg reynsla á sjúkrahúsinnlagnir hér á landi vegna Ómíkronafbrigðisins en Runólfur Pálsson, yfirlæknir COVID-göngudeildar, sagði fyrr í vikunni að áhrifin komi í ljós á næstu viku eða svo.

14 daga nýgengi faraldursins er nú 655,3 á hverja 100.000 íbúa og hefur aldrei verið hærra. Í fyrstu bylgju faraldursins fór nýgengið hæst í 267,2 í apríl 2020. Í annarri bylgju fór það hæst í 291,8 í október 2020. Í þriðju bylgjunni fór það hæst í 433,6 í ágúst á þessu ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurði og félögum birt ákæra í stóra metamfetamín-málinu – Reyndu að smygla metamfetamín-kristöllum með bíl

Sigurði og félögum birt ákæra í stóra metamfetamín-málinu – Reyndu að smygla metamfetamín-kristöllum með bíl
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn í Bandaríkjunum: Flugumferðarstjóri fékk að fara fyrr heim af vaktinni

Harmleikurinn í Bandaríkjunum: Flugumferðarstjóri fékk að fara fyrr heim af vaktinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjáðu myndir og myndband frá björgunarstörfum á Reykjanesbraut og Suðurstrandarvegi

Sjáðu myndir og myndband frá björgunarstörfum á Reykjanesbraut og Suðurstrandarvegi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ekki næst í Gabriel sem sakaður er um að smygla miklu magni af kókaíni til landsins

Ekki næst í Gabriel sem sakaður er um að smygla miklu magni af kókaíni til landsins