Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa úrskurðaði í vikunni bílaleigu til að endurgreiða ferðamanni hátt í hálfa milljón íslenskra króna. Ferðamaðurinn hafði leigt bíl hjá bílaleiguni og ollið tjóni, en reikningurinn sem hann fékk virðist hafa verið allt of hár.
Ferðamaðurinn leigði Renault Traffic í nokkra daga og greiddi fyrir það 376 evrur sem jafngildir um það bil fimmtíuþúsund krónum. Þegar hann var að bakka bifreiðinni klessti hann á ljósastaur, sem olli tjóni á afturhurð, afturstuðara og afturrúðu.
Bílaleigan krafðist þess að ferðamaðurinn myndi borga tjónið og sendi honum rukkun upp á 3.870 evrur, eða 641.212 krónur. Ferðamaðurinn borgaði það í tveimur greiðslum.
Þó fannst ferðamanninum reikningurinn allt of hár, og hvatt bílaleiguna til að fara á annað verkstæði til að gera við bílinn. Hann ráðfærði sig við utanaðkomandi aðila, þar á meðal viðgerðaraðila, og allir sögðust hissa á því hversu há upphæðin var. Viðgerðaraðillinn sagði til að mynda að kostnaðurinn væri ekki mögulegur vegna sambærilegs tjóns. Ferðamaðurinn vildi því fá endurgreiðslu á kostnaðinum, og greiða eðlilegan viðgerðarkostnað að mati kærunefndarinnar.
Bílaleigan hafi ekki sýnt fram á raunverulegt fjárhagslegt tjón vegna viðgerðarinnar. Og þá hafi kærunefndin óskað eftir upplýsingum um bílinn, líkt og hvort að hann væri kaskó-tryggður eða hvort tryggingafélag hefði bætt tjónið, en fékk engin svör.
Niðurstaða nefndarinnar var því sú að bílaleigan skyldi endurgreiða ferðamanninum 3.000 evrur, en það jafngildir 442.000 krónum.