fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Fréttir

97% COVID-19-sjúklinga með væg einkenni – Hugsanlegt að innlögnum fjölgi hratt næstu daga

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 23. desember 2021 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Af þeim sem eru undir eftirliti COVID-göngudeildar Landspítalans eru tæplega 97% með væg eða engin einkenni smits. Tíu liggja á spítalanum, þrír á gjörgæslu og tveir þeirra eru í öndunarvél. Í ágúst lágu 34 COVID-19-sjúklingar á spítalanum en þá voru smitin töluvert færri en nú.

Morgunblaðið skýrir frá þessu. Blaðið hefur eftir Þórólfi Guðnasyni, sóttvarnalækni, að innlögnum geti fjölgað hratt á næstu dögum því yfirleitt líði ein til tvær vikur þar til innlagnir endurspegli smittíðnina i samfélaginu.

Haft er eftir Guðlaugu Rakel Guðjónsdóttur, settum forstjóra Landspítalans, að til skoðunar sé að aðrar heilbrigðisstofnanir taki við sjúklingum frá spítalanum. „Staðan á spítalanum og faraldrinum er ískyggileg. Við erum að reyna að manna okkar einingar eins vel og við getum. Stóra málið hjá okkur er að við erum með töluvert af fólki í einangrun og smitgát út af sýkingum,“ sagði hún og bætti við að miðað við spá verði 4.500 manns undir eftirliti göngudeildarinnar um áramótin.

Hún sagði að staðan á spítalanum sé einnig þung vegna almennra veikinda, meðal annars vegna flensunnar og flensulíkra öndunarfæraeinkenna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Kynferðisbrotamaður framseldur frá Íslandi – Dæmdur fyrir brot gegn barnungri stúlku í heimalandinu

Kynferðisbrotamaður framseldur frá Íslandi – Dæmdur fyrir brot gegn barnungri stúlku í heimalandinu
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Guðni rifjar upp samtal: „Við hlustuðum ekki frekar en fyrri daginn“ – Segir lýsingar Úlfars vera sláandi

Guðni rifjar upp samtal: „Við hlustuðum ekki frekar en fyrri daginn“ – Segir lýsingar Úlfars vera sláandi
Fréttir
Í gær

Verslingar verulega ósáttir við Guðmund Inga – „Við teljum þá hugsun bæði hættulega og ósanngjarna“

Verslingar verulega ósáttir við Guðmund Inga – „Við teljum þá hugsun bæði hættulega og ósanngjarna“
Fréttir
Í gær

Alfa brýnir okkur til að tilkynna til barnaverndar ef okkur grunar að barn verði fyrir ofbeldi

Alfa brýnir okkur til að tilkynna til barnaverndar ef okkur grunar að barn verði fyrir ofbeldi