fbpx
Laugardagur 11.janúar 2025
Fréttir

97% COVID-19-sjúklinga með væg einkenni – Hugsanlegt að innlögnum fjölgi hratt næstu daga

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 23. desember 2021 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Af þeim sem eru undir eftirliti COVID-göngudeildar Landspítalans eru tæplega 97% með væg eða engin einkenni smits. Tíu liggja á spítalanum, þrír á gjörgæslu og tveir þeirra eru í öndunarvél. Í ágúst lágu 34 COVID-19-sjúklingar á spítalanum en þá voru smitin töluvert færri en nú.

Morgunblaðið skýrir frá þessu. Blaðið hefur eftir Þórólfi Guðnasyni, sóttvarnalækni, að innlögnum geti fjölgað hratt á næstu dögum því yfirleitt líði ein til tvær vikur þar til innlagnir endurspegli smittíðnina i samfélaginu.

Haft er eftir Guðlaugu Rakel Guðjónsdóttur, settum forstjóra Landspítalans, að til skoðunar sé að aðrar heilbrigðisstofnanir taki við sjúklingum frá spítalanum. „Staðan á spítalanum og faraldrinum er ískyggileg. Við erum að reyna að manna okkar einingar eins vel og við getum. Stóra málið hjá okkur er að við erum með töluvert af fólki í einangrun og smitgát út af sýkingum,“ sagði hún og bætti við að miðað við spá verði 4.500 manns undir eftirliti göngudeildarinnar um áramótin.

Hún sagði að staðan á spítalanum sé einnig þung vegna almennra veikinda, meðal annars vegna flensunnar og flensulíkra öndunarfæraeinkenna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Trump sagður leita logandi ljósi að sjúkdómi til að réttlæta lokun landamæranna

Trump sagður leita logandi ljósi að sjúkdómi til að réttlæta lokun landamæranna
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Samgöngustofa og 66°Norður vekja athygli á mikilvægi endurskinsmerkja

Samgöngustofa og 66°Norður vekja athygli á mikilvægi endurskinsmerkja
Fréttir
Í gær

Fjórtán ára drengur stórslasaður eftir að hafa tekið upp flugeld – „Af hverju heldur fólk að einhverjir aðrir gangi frá?“

Fjórtán ára drengur stórslasaður eftir að hafa tekið upp flugeld – „Af hverju heldur fólk að einhverjir aðrir gangi frá?“
Fréttir
Í gær

Anna greindist með krabbamein og þurfti í bráðaaðgerð – „Meinið er búið að dreifa sér“

Anna greindist með krabbamein og þurfti í bráðaaðgerð – „Meinið er búið að dreifa sér“
Fréttir
Í gær

Þrýst á Sigurð Inga að axla ábyrgð eftir slakan árangur Framsóknarflokksins

Þrýst á Sigurð Inga að axla ábyrgð eftir slakan árangur Framsóknarflokksins
Fréttir
Í gær

Billy Crystal missti heimili sitt til 46 ára – Paris Hilton horfði á húsið sitt brenna

Billy Crystal missti heimili sitt til 46 ára – Paris Hilton horfði á húsið sitt brenna