fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Fréttir

Mikil jarðskjálftavirkni á Reykjanesi

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 22. desember 2021 04:39

Svona leit skjálftakort Veðurstofunnar út klukkan 04.35 í nótt. Skjáskot af vef Veðurstofunnar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um klukkan 18 í gær jókst jarðskjálftavirknin um 2-4 km norðaustur af Geldingadölum. Hún jókst svo enn frekar um klukkan 00.30 í nótt og er enn mikil en 1-10 skjálftar ríða yfir á mínútu hverri. Sá stærsti sem hefur mælst er um 3,9 samkvæmt skjálftakorti á heimasíðu Veðurstofunnar.

Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að hún hafi breytt fluglitakóða í appelsínugulan vegna skjálftahrinunnar.

RÚV hefur eftir Böðvari Sveinssyni, náttúruvársérfræðingi hjá Veðurstofunni, að virknin hafi aukist mikið í kvöld og nótt og minnti á að kvikusöfnun sé enn í gangi við gosstöðvarnar.

Hann sagði ómögulegt að fullyrða nokkuð um hvort gos sé að hefjast og sagði að skjálftavirknin sé aðeins norðar og austar nú en síðasta vetur. Hún sé þó farin að færast nær gosstöðvunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Margir furða sig á hinum væga dómi eftir dauðsfallið á Lúx – „Mannslíf er metið lítils í réttarkerfinu“

Margir furða sig á hinum væga dómi eftir dauðsfallið á Lúx – „Mannslíf er metið lítils í réttarkerfinu“
Fréttir
Í gær

Enn slá Rússar met hvað varðar mannfall á vígvellinum

Enn slá Rússar met hvað varðar mannfall á vígvellinum