fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
Fréttir

Mikil jarðskjálftavirkni á Reykjanesi

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 22. desember 2021 04:39

Svona leit skjálftakort Veðurstofunnar út klukkan 04.35 í nótt. Skjáskot af vef Veðurstofunnar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um klukkan 18 í gær jókst jarðskjálftavirknin um 2-4 km norðaustur af Geldingadölum. Hún jókst svo enn frekar um klukkan 00.30 í nótt og er enn mikil en 1-10 skjálftar ríða yfir á mínútu hverri. Sá stærsti sem hefur mælst er um 3,9 samkvæmt skjálftakorti á heimasíðu Veðurstofunnar.

Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að hún hafi breytt fluglitakóða í appelsínugulan vegna skjálftahrinunnar.

RÚV hefur eftir Böðvari Sveinssyni, náttúruvársérfræðingi hjá Veðurstofunni, að virknin hafi aukist mikið í kvöld og nótt og minnti á að kvikusöfnun sé enn í gangi við gosstöðvarnar.

Hann sagði ómögulegt að fullyrða nokkuð um hvort gos sé að hefjast og sagði að skjálftavirknin sé aðeins norðar og austar nú en síðasta vetur. Hún sé þó farin að færast nær gosstöðvunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Foreldrar leikskólabarna fagna áfangasigri – Eru afar ósátt við dómsmálaráðherra

Foreldrar leikskólabarna fagna áfangasigri – Eru afar ósátt við dómsmálaráðherra
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Dómur mildaður yfir Henry Fleischer fyrir að smygla gífurlegu magni af fíkniefnum með skútu

Dómur mildaður yfir Henry Fleischer fyrir að smygla gífurlegu magni af fíkniefnum með skútu
Fréttir
Í gær

Smjörþjófnaður eykst í Rússlandi – Er merki um undirliggjandi vanda

Smjörþjófnaður eykst í Rússlandi – Er merki um undirliggjandi vanda
Fréttir
Í gær

Kristrún bregst við bloggskrifum Þórðar Snæs – „Mér leið eins og ég hefði verið kýld í magann“

Kristrún bregst við bloggskrifum Þórðar Snæs – „Mér leið eins og ég hefði verið kýld í magann“
Fréttir
Í gær

Kristrún liggur undir feldi vegna dólgsskrifa Þórðar Snæs

Kristrún liggur undir feldi vegna dólgsskrifa Þórðar Snæs
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hrollvekjandi framtíðarsýn: Hitastig myndi falla um 7-9 gráður og Ísland yrði óbyggilegt

Hrollvekjandi framtíðarsýn: Hitastig myndi falla um 7-9 gráður og Ísland yrði óbyggilegt