Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að hún hafi breytt fluglitakóða í appelsínugulan vegna skjálftahrinunnar.
RÚV hefur eftir Böðvari Sveinssyni, náttúruvársérfræðingi hjá Veðurstofunni, að virknin hafi aukist mikið í kvöld og nótt og minnti á að kvikusöfnun sé enn í gangi við gosstöðvarnar.
Hann sagði ómögulegt að fullyrða nokkuð um hvort gos sé að hefjast og sagði að skjálftavirknin sé aðeins norðar og austar nú en síðasta vetur. Hún sé þó farin að færast nær gosstöðvunum.