Íslendingur var einn með fyrsta vinning þegar dregið var út í Vikinglottó í kvöld. Vinningur hans er 438.930.000. krónur, en það er næsthæsti vinningur sek komið hefur upp á einn miða hér á landi.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslenskri getspá. Þar kemur fram að sá heppni megi eiga von á símtali frá Íslenskri getspá á morgun.
Í tilkynningunni kemur einnig fram að 2. vinningur hafi einnig gengið út, og hann farið til Noregs og hljóðað upp á rúmlega 21,6 milljónir. Þá hafi þriðji vinningur einnig farið til Íslands, til miðaeiganda sem verslaði Fjarðarkaupum í Hafnarfirði, upphæð hans er rúmlega 4,1 milljón.