Í nýbirtum Metsölulista Eymundsson er það barnabókin Fagurt galaði fuglinn eftir Helga Jónsson og Önnu Margréti Marinósdóttur sem er í toppsætinu. Bókin slær þar með metsöluhöfunum Yrsu Sigurðardóttur og Arnaldi Indriðasyni við. Bók Yrsu, Lok, lok og læs situr í öðru sæti og Sigurverkið eftir Arnald í því þriðja.
Fagurt galaði fuglinn hefur slegið rækilega í gegn í jólabókaflóðinu. Um er að ræða afar fallega og vandaða bók þar sem ítarlega er fjallað um fugla í náttúru Íslands auk þess sem hljóðdæmi fylgja hverjum og einum fugli.
Í samtali við Fréttablaðið á dögunum sagði Kristján Freyr Halldórsson, forleggjari hjá Sögum – útgefanda bókarinnar, að hann þrátt fyrir tveggja áratuga reynslu bransanum hafi hann aldrei orðið vitni að annarri eins eftirspurn.
Metsölulisti Eymundsson:
Lok, lok og læs eftur Yrsu er í öðru sæti og Sigurverkið eftir Arnald Indriðason er í þriðja sæti.