fbpx
Þriðjudagur 30.júlí 2024
Fréttir

Dæmdur fyrir árás á hótelherbergi: Sneri unnustu sína niður, tók hálstaki og herti að

Jón Þór Stefánsson
Miðvikudaginn 22. desember 2021 16:30

Héraðsdómi Norðurlands eystra -/Anton Brink.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður var í gær dæmdur í 45 daga skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Norðurlands eystra fyrir líkamasárás gagnvart unnustu sinni. Árásin átti sér stað á hótelherbergi aðfaranótt sunnugasins 8. mars í fyrra.

Samkvæmt dómnum höfðu þau verið að deila, sem breyttist í smávæginleg líkamleg átök. Síðan á maðurinn að hafa snúið unnustu sína niður í gólfið sem varð til þess að hún rak höfuðið í timburhillu. Í kjölfarið tók hann hana hálstaki og herti að.

Þessi átök urðu til þess að hún hlaut marbletti á vinstri hönd, á upphandlegg og tvo á framhandlegg vinstra megin, marblett á vinstri rasskinn, kúlu á höfði og ummerki á hálsi.

Árásarmaðurinn játaði sök, og ekki þótti nein ástæða til að draga játningu hans í efa. Hann hafði ekki gerst sekur um ofbeldisbrot áður, og var litið til þess við ákvörðun refsingar, en á hinn bóginn var einnig litið til þess að brotið beindist að unnustu mannsins.

Líkt og áður segir hlaut maðurinn 45 daga fangelsisdóm, en fullnustu refsingarinnar verður frestað og fellur hún niður eftir tvö ár ef maðurinn heldur skilorði. Auk þess var hann dæmdur til að greiða 313.312 krónur í sakarkostnað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Jón Viðar segir að Egill sé „yfirtuðari“ þjóðarinnar – „Maður líttu þér nær – segi ég nú bara“

Jón Viðar segir að Egill sé „yfirtuðari“ þjóðarinnar – „Maður líttu þér nær – segi ég nú bara“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Halla leysir frá skjóðunni varðandi bílakaupin 

Halla leysir frá skjóðunni varðandi bílakaupin 
Fréttir
Í gær

Pabbakroppur í þröngri sundskýlu sló í gegn á ÓL

Pabbakroppur í þröngri sundskýlu sló í gegn á ÓL
Fréttir
Í gær

Háhyrningar sökktu skútu á Miðjarðarhafi – Skipstjórinn segir að dýrin hafi vitað upp á hár hvað ætti að gera

Háhyrningar sökktu skútu á Miðjarðarhafi – Skipstjórinn segir að dýrin hafi vitað upp á hár hvað ætti að gera