fbpx
Sunnudagur 02.febrúar 2025
Fréttir

Ástin kviknaði á Íslandi en hvarf sporlaust í Brasilíu

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 22. desember 2021 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenskur karlmaður á sextugsaldri hefur höfðað mál gegn brasilískri eiginkonu sinni til þess að ná fram lögskilnaði. Maðurinn hefur ekki séð tangur né tetur af eiginkonu sinni í meira en áratug né haft við hana neitt samband. Því er stefnan auglýst í Lögbirtingablaðinu og konan hvött til þess að mæta fyrir Héraðsdóm í byrjun árs.

Í stefnunni kemur fram að parið hafi kynnst í kirkjulegu starfi hérlendis árið 2005 og gift sig sama ár. Í kjölfarið hafi parið flutt til Brasilíu og ætlað að koma sér þar fyrir. Áður en það hafði fyllilega tekist hafi maðurinn, sem starfar sem sjómaður á flutningaskipum víða um heim, haldið til vinnu sinnar. Hann hafi verið tvo mánuði á sjó en þegar hann sneri aftur til Brasilíu hafi konan verið horfin á braut og hafi hann ekki heyrt neitt í henni síðan. Engin börn eru í spilinu né hafi hjónin komið sér upp neinum eignum saman.

Síðan er liðinn rúmur áratugur eins og áður segir. Í stefnunni kemur fram að vegna starfa sinna á flutningaskipum hafi maðurinn haft stopula viðdöl á hverjum stað og ekki fest neins staðar rætur. Hann hafi því ekki haft tök á að ganga formlega frá skilnaði fyrr en nú. Hann hafi verið búsettur erlendis en er nýlega fluttur til Íslands.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hilmar undrast áhyggjur af stöðu Íslands – „Við erum í sæmilegum málum“

Hilmar undrast áhyggjur af stöðu Íslands – „Við erum í sæmilegum málum“
Fréttir
Í gær

Borgaði 5.720 krónur fyrir miðborgarbakkelsi sem smakkaðist ekki sem nýtt – Klassíski blái gúmmíhanskinn gerði útslagið

Borgaði 5.720 krónur fyrir miðborgarbakkelsi sem smakkaðist ekki sem nýtt – Klassíski blái gúmmíhanskinn gerði útslagið
Fréttir
Í gær

Harmleikurinn í Bandaríkjunum: Flugumferðarstjóri fékk að fara fyrr heim af vaktinni

Harmleikurinn í Bandaríkjunum: Flugumferðarstjóri fékk að fara fyrr heim af vaktinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reyndi að koma sér undan því að gera að fullu upp við fyrrverandi eiginkonu sína

Reyndi að koma sér undan því að gera að fullu upp við fyrrverandi eiginkonu sína
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Meintir byggjendur óleyfisíbúðar í Hafnarfirði fá uppreist æru

Meintir byggjendur óleyfisíbúðar í Hafnarfirði fá uppreist æru
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristinn Rúnar fékk loksins greiningu eftir sjö ára þrautagöngu – „Líkaminn var bókstaflega að öskra á hjálp“

Kristinn Rúnar fékk loksins greiningu eftir sjö ára þrautagöngu – „Líkaminn var bókstaflega að öskra á hjálp“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ekki næst í Gabriel sem sakaður er um að smygla miklu magni af kókaíni til landsins

Ekki næst í Gabriel sem sakaður er um að smygla miklu magni af kókaíni til landsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Raskanir á flugi Icelandair vegna veðurs – 30 ferðum frá landinu aflýst

Raskanir á flugi Icelandair vegna veðurs – 30 ferðum frá landinu aflýst