fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
Fréttir

Arnar telur að Þórólfur megi líta alvarlega í eigin barm – „Þetta er sjúklegt ástand“

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 22. desember 2021 11:00

Arnar Þór Jónsson. Mynd/aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýjasti gestur bræðranna Gunnars og Davíðs Wiium í hlaðvarpsþættinum Þvottahúsið er Arnar Þór Jónsson, lögmaður og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins. 

Í þættinum er rætt mikið um Covid-19 faraldurinn og takmarkanirnar sem gerðar hafa verið hér á landi vegna hans. Hann segir til að mynda að bóluefnið gegn veirunni sé tilraunefni og að fólk sem þiggur bólusetninguna sé ekki nógu upplýst um mögulegar aukaverkanir.

Arnar talar um Þórólf Guðnason sóttvarnalækni en ljóst er að hann er allt annað en sáttur með störf hans. Hann vill meina að það vald sem Þórólfur hefur sé óeðlilegt og óábyrgt, sérstaklega í ljósi þess að hann afsali sér í raun allri ábyrgð á þeim ákvörðunum sem teknar eru í sambandi við sóttvarnaaðgerðir því alltaf sé aðeins um minnisblöð frá honum að ræða, ekki lokaákvarðanir.

„Þórólfur er eflaust bara góður drengur og vel meinandi en að hafa einn mann með ótemprað svona vald, sérfræðivald sem að þar að auki er settur á stall af læknastéttinni og það má engin gagnrýna manninn, þetta er sjúklegt ástand,“ segir Arnar í þættinum.

Þá segir Arnar að hann telji að Þórólfur megi líta alvarlega í eigin barm. „Nú ætla ég bara að segja það hér í þessari útsendingu að ég teli að Þórólfur megi sko fara að líta alvarlega í eigin barm og ég telji að honum hafi orðið á alvarleg mistök 13 desember sem ættu líklegast að verða til þess að hann segi af sér.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Samfylkingin gagnrýnir auglýsingu á vef Hafnarfjarðar harkalega – Hleypi illu blóði í viðræður

Samfylkingin gagnrýnir auglýsingu á vef Hafnarfjarðar harkalega – Hleypi illu blóði í viðræður
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Foreldrar leikskólabarna fagna áfangasigri – Eru afar ósátt við dómsmálaráðherra

Foreldrar leikskólabarna fagna áfangasigri – Eru afar ósátt við dómsmálaráðherra
Fréttir
Í gær

Gjaldþrota fyrirtæki Quang Le skipað að endurgreiða lyklagjald vegna leigusamnings sem aldrei var efndur

Gjaldþrota fyrirtæki Quang Le skipað að endurgreiða lyklagjald vegna leigusamnings sem aldrei var efndur
Fréttir
Í gær

Samherji leggur listamann í bresku dómsmáli – Villti á sér heimildir og baðst afsökunar

Samherji leggur listamann í bresku dómsmáli – Villti á sér heimildir og baðst afsökunar