Farsóttanefnd Landspítalans greinir frá því að barn með COVID-19 liggi nú inni á barnadeild spítalans.
Auk þess eru 12 einstaklingar á spítalanum með sjúkdóminn, tíu með virk smit og í einangrun, og tveir á gjörgæslu og annar þeirra í öndunarvél.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá farsóttanefnd Landspítalans. Í henni kemur einnig fram að Í símaeftirliti séu nú 2.035, þar af 718 börn. Þar af eru 77 einstaklingar á gulu eru, en enginn á rauðu.
Í gær greindust meira en 300 smit. Og í tilkynningunni segir að þar af leiðandi sé gríðarlegt álag á margar starfseiningar spítalans „Staðan á spítalanum er mjög erfið vegna mikils aðflæðis sjúklinga, bágrar stöðu legurýma og erfiðleika við að manna deildir. Farsóttanefnd og viðbragðsstjórn hafa þungar áhyggjur af stöðunni og þeim blikum sem eru á lofti hvað faraldurinn varðar.“
Þá er ítrekað að nú sé í gildi heimsóknarbann á Landspítalanum nema gerðar séu sérstakar undantekningar.