fbpx
Sunnudagur 02.febrúar 2025
Fréttir

Þessar hættur blasa við gæludýrunum okkar yfir jólin

Ritstjórn DV
Mánudaginn 20. desember 2021 15:05

Mynd úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Matvælastofnun vekur athygli á ýmsum hættum sem steðja að gæludýrum yfir hátíðina.

Hættur fyrir ferfætlinga og fjaðraða heimilismeðlimi geta líka leynst víða, t.d. jólaseríur, skreytingar með kertum og blómum, jólamatur og sælgæti á borðum. Þó að við sjáum ekki að pakki sem liggur fallega skreyttur undir jólatrénu innihaldi konfekt, þá er nokkuð víst að hundur heimilisins viti nákvæmlega hvað er að finna í pakkanum. Jafnvel gæti honum dottið í hug að næla sér í bita að eigin frumkvæði. Ekki bara innihaldið, heldur jafnvel pakkaskrautböndin sjálf geta reynst gæludýrunum okkar hættuleg.

Matur sem er varasamur fyrir gæludýrin er oft óvanalega aðgengilegur á jólum. Súkkulaði (sér í lagi dökkt súkkulaði, jafnvel í litlu magni), laukur, rúsínur, avokado og vínber eru matvæli sem m.a. geta verið hættuleg dýrunum þínum. Skörp bein, svo sem fuglabein eða lambabein, ætti að passa að hundar og kettir komist ekki í enda geta hvassir endar stungist í gegnum meltingarveginn og stundum geta bein valdið stíflu.

Á heimasíðu Matvælastofnunar má finna lista yfir matvæli sem geta reynst dýrum hættuleg. Á síðunni er t.d. hægt að finna reikniformúlu til að meta hvort magn súkkulaðis sé líklegt til að valda eitrun. Heimasíðan bendir einnig á aðrar hættur sem fylgja jólunum sem gott er að hafa í huga og best er að reyna að fyrirbyggja.

Óhjákvæmilega fylgja jólahátíðinni einnig mikil notkun á ljósum og leikföngum með rafhlöðum og þá er vert að benda á að allar rafhlöður eru einstaklega hættulegar gæludýrum, en alveg sérstaklega flögurafhlöður. Ef grunur leikur á að dýr gleypi rafhlöður er um að ræða neyðartilfelli og þá þarf tafarlaust að hafa samband við dýralækni. Erindið má ekki bíða næsta dags.

Algengt er einnig að seglar allskonar séu meira í umferð, bæði með jólaskrauti á og í loki á kössum til að loka þeim. Lífshættulegt ástand getur skapast ef fleiri en einn segull er gleyptur og er um að ræða neyðartilfelli. Þarf þá tafarlaust að hafa samband við dýralækni og erindið má ekki bíða næsta dags.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósleiðari rofnað í tvígang í Húnavatnssýslum á skömmum tíma – Þungar áhyggjur

Ljósleiðari rofnað í tvígang í Húnavatnssýslum á skömmum tíma – Þungar áhyggjur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kynferðisbrotamaður sleppur með skilorð eftir að móðir og stjúpfaðir brotaþola létu hendur skipta

Kynferðisbrotamaður sleppur með skilorð eftir að móðir og stjúpfaðir brotaþola létu hendur skipta
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að Inga Sæland þurfi að passa sig: „Derringur er sjaldnast af hinu góða“

Segir að Inga Sæland þurfi að passa sig: „Derringur er sjaldnast af hinu góða“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ætla ekki að gera úrbætur á hættulegu hringtorgi þar sem keyrt var á átta ára dreng

Ætla ekki að gera úrbætur á hættulegu hringtorgi þar sem keyrt var á átta ára dreng