Við lifum á fordæmalausum tímum, eða það er mantran. Allavega er það óneitanlega svo að fjölmiðlar í dag segja fréttir sem fyrir tveimur árum hefðu þótt óhugsandi. Ein þeirra birtist landsmönnum um helgina.
Í fréttatíma RÚV í gær var nefnilega rætt við Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, eftir erilsama nótt hjá lögreglunni. Í fréttinni fór hann yfir meint sóttvarnalagabrot í miðborginni.
Jóhann segir að gildandi reglur kveði á um að á börum eigi fólk að sitja við borð og fá þar áfengi afhent frá barþjóni. Á téðum bar var þeirri reglu ekki fylgt.
„Þarna voru allir standandi, menn voru á barnum sjálfir. Fólk var að dansa, það þurfti að taka á því,“ sagði Jóhann en þessi orð féllu misvel í kramið á Íslendingum.
Ingveldur Anna Sigurðardóttir sem skipaði 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í síðastliðnum alþingiskosningum benti á að það væri ansi sérstakt að banna fullbólusettu fólki sem búið var að fara í hraðpróf að dansa og hafa gaman.
Nei heyrðu var fólk að dansa fullbólusett og eftir að hafa farið í hraðpróf. Þetta er nú meiri syndin. https://t.co/QSGqjSWtf6
— Ingveldur Anna (@ingvelduranna97) December 19, 2021
Kolbrún Birna Hallgrímsdóttir, laganemi, benti á að þessari frétt hefði verið tekið sem grínfrétt fyrir tveimur árum.
Fyrirsögn sem hefði verið grínfrétt fyrir tveimur árum pic.twitter.com/NflNUA1VUo
— Kolbrún Birna (@kolla_swag666) December 19, 2021
Þessu hefur verið líkt við kvikmyndina Footloose af einhverjum netverjum en í henni var einmitt bannað að dansa.
Erum við mætt í einhvern Footloose hliðar veruleika? pic.twitter.com/RwifIBxytz
— gunnare (@gunnare) December 20, 2021
„Fólk var að dansa, það þurfti að taka á því“ pic.twitter.com/URvACealCb
— Henrý, súpumálaráðherra (@henrythor) December 19, 2021
Ríkisvaldið 2021 be like: https://t.co/VhXKWcFUZp
— Gisli F. Valdorsson (@gislivaldorsson) December 19, 2021
Ég held að eitt það heilsusamleg ásta sem við getum gert sé að dansa svo ég skil vel fólkið sem missti sig aðeins i gleðinni en nú verðum við samt að halda út – Og losna við þessa veiru ! pic.twitter.com/wFbdJkxyUS
— Heiða Björg (@heidabjorg) December 19, 2021
Núverandi sóttvarnarreglur gilda til næstkomandi miðvikudags og því verður það að koma í ljós hvort dansa megi um jólin eður ei.