fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Fréttir

Málverk Kjarvals seldist á metverði – 10,8 milljónir króna

Björn Þorfinnsson
Mánudaginn 20. desember 2021 23:45

Jóhannes Kjarval

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Metverð fékkst fyrir olíuverkið Fjölnismenn eftir Jóhannes S. Kjarval á síðasta uppboði ársins hjá Fold uppboðshúsi. Í fréttatilkynningu kemur fram að verkið hafi selst á 10,8 milljónir króna á uppboðinu en á því má sjá þá Brynjólf Pétursson, Jónas Hallgrímsson, Konráð Gíslason og Tómas Sæmundsson sem stóðu að tímaritinu Fjölnir í Kaupmannahöfn. Fyrsta hefti tímaritsins kom út sumarið 1835 og er það elsta tímaritið sem enn er útgefið. Málverkið var upphaflega í eigu Ragnars í Smára.

Verkið Fjölnismenn seldist á metverði

 

Fjöldi annarra verka seldust á yfirverði á uppboðinu og má nefna lítið málverk eftir Georg Guðna sem seldist á 5,7 milljónir en verkið var metið á 3,2 milljónir og pappírsverk eftir Eggert Pétursson seldist á tvöföldu matsverði eða 1,2 milljónir. Þá fóru verk eftir naívistana Stórval og Ísleif Konráðsson einnig á tvöföldu matsverði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Kynferðisbrotamaður framseldur frá Íslandi – Dæmdur fyrir brot gegn barnungri stúlku í heimalandinu

Kynferðisbrotamaður framseldur frá Íslandi – Dæmdur fyrir brot gegn barnungri stúlku í heimalandinu
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Guðni rifjar upp samtal: „Við hlustuðum ekki frekar en fyrri daginn“ – Segir lýsingar Úlfars vera sláandi

Guðni rifjar upp samtal: „Við hlustuðum ekki frekar en fyrri daginn“ – Segir lýsingar Úlfars vera sláandi
Fréttir
Í gær

Verslingar verulega ósáttir við Guðmund Inga – „Við teljum þá hugsun bæði hættulega og ósanngjarna“

Verslingar verulega ósáttir við Guðmund Inga – „Við teljum þá hugsun bæði hættulega og ósanngjarna“
Fréttir
Í gær

Alfa brýnir okkur til að tilkynna til barnaverndar ef okkur grunar að barn verði fyrir ofbeldi

Alfa brýnir okkur til að tilkynna til barnaverndar ef okkur grunar að barn verði fyrir ofbeldi