Leit stendur enn yfir að Almari Yngva Garðarssyni, 29 ára, sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir í gær. Björgunarsveitir aðstoða við leitina og þyrlusveit Landhelgisgæslunnar er í viðbragðstöðu. Síðast er vitað um ferðir hans í Hafnarfirði milli kl. 02 og 03 aðfaranótt sunnudags. Talið er að Almar sé á bifreiðinni HUX90 sem er grár Chevrolet Spark bílaleigubíll.
Almar Yngvi er sennilega klæddur í hvíta hettupeysu, svörtu 66° Norður vesti og gráum íþróttaskóm.