Almar Yngvi Garðarsson, sem lýst var eftir á sunnudag, fannst látinn í kvöld. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tilkynnti um andlátið í færslu á Facebook-síðu sinni. Almar Yngvi var 29 ára að aldri og lætur eftir sig sambýliskonu og son.
Bílaleigubifreið sem Almar var á fannst í Hafnarfjarðarhöfn fyrr í kvöld. Í tilkynningu lögreglu kemur fram að ekki sé talið að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti.
Aðstandendur vilja koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem aðstoðuðu við leitina. Víðtæk leit stóð yfir að Almari eftir að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir honum í gær og komu fjölmargir að leitinni, þar á meðal lögregla, björgunarsveitir, Landhelgisgæslan og fjöldi sjálfboðaliða.