fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fréttir

Algjört áhugaleysi meðal íslenskra bókaútgefenda á leyndarmálum hrunsins – „Ég skil það ekki“

Erla Hlynsdóttir
Mánudaginn 20. desember 2021 17:27

Jared Bibler og forsíða bókarinnar. Samsett mynd/icelandssecret.com

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jared Bibler, fyrrverandi rannsakandi hjá Fjármálaeftirlitinu, var gestur í bókaspjalli hjá Íslandsdeild Transparency International á dögunum þar sem hann fjallaði um bókina sína sem hann skrifaði um íslenska bankahrunið, Iceland’s Secret: The Untold Story of the World’s Biggest Con.

Bibler rifjar upp að allir þrír bankarnir – Glitnir, Landsbankinn og Kaupþing – voru einkavæddir  á árunum 1998-2003. Kaupþing varð stærsti bankinn og óx um 500% á þremur árum. Þetta var á tímum þegar fasteignabóla var á markaði, Range Rover urðu sífellt algengari á götum Reykjavíkur og einkaþotur flugu yfir. Allir þrír bankarnir féllu haustið 2008 og starfaði Bibler um tíma við að rannsaka bankahrunið.

Bókin er aðeins aðgengileg á ensku. Bibler vonast eftir að hún eigi eftir að koma út á íslensku líka en hann er svartsýnn.

„Ég talaði við tvo útgefendur á Íslandi. Ég byrjaði að tala við útgefanda í febrúar og mér sýnist núna að það sé enginn áhugi á Íslandi, því miður. Ég skil það ekki samt,“ segir hann.

Hægt er að nálgast bókina í verslunum Pennans Eymundsson, í erlendum netverslunum á borð við Amazon og einnig sem hljóðbók.

Transparency International eru félagasamtök fólks sem vill berjast gegn spillingu í öllum grunnstoðum samfélagsins.

Hér má hlusta á viðtalið við Bibler í heild sinni. Það er Atli Þór Fanndal, framkvæmdastjóri samtakanna, sem tekur viðtalið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“
Fréttir
Í gær

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu
Fréttir
Í gær

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag
Fréttir
Í gær

Nikótínvörusali bregst við auglýsingabanni – Túnfiskdósir og „ape shop“

Nikótínvörusali bregst við auglýsingabanni – Túnfiskdósir og „ape shop“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sex ára drengur setti fingur í hurðarfals myndmenntastofu og unglingur sparkaði í hurðina

Sex ára drengur setti fingur í hurðarfals myndmenntastofu og unglingur sparkaði í hurðina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brotist inn í bíl Páls Steingrímssonar en lögregla og tryggingafélag draga lappirnar – „Ég vil bara vara fólk við þessu“

Brotist inn í bíl Páls Steingrímssonar en lögregla og tryggingafélag draga lappirnar – „Ég vil bara vara fólk við þessu“