fbpx
Sunnudagur 02.febrúar 2025
Fréttir

Kjóstu manneskju ársins 2021 hér – Hver þessara tilnefndu fær þitt atkvæði?

Ritstjórn DV
Laugardaginn 18. desember 2021 07:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú árið er senn liðið í aldanna skaut og því kominn tími hjá DV til að velja manneskju ársins 2021. Að venju var lesendum gefinn kostur á að senda inn tilnefningar og stóð ekki á viðbrögðunum. Fjöldi tilnefninga hefur líklega sjaldan verið meiri en eftirfarandi níu einstaklingar og ein samtök stóðu þó uppúr hvað fjölda tilnefninga varðar.

Hægt er að lesa nánar um þau tilnefndu hér fyrir neðan og svo getur þú, lesandi kær, greitt þeim atkvæði sem þú telur að eigi skilið titilinn manneskja árins 2021.

Þau eru tilnefnd sem manneskja ársins hjá DV árið 2021: 

Guðmundur Felix Grétarsson 

Guðmundur Felix gekkst undir sögulega aðgerð á árinu þar sem tveir handleggir voru græddir á hann, en hann hefur vakið mikla eftirtekt fyrir jákvætt hugarfar, þrautseigju og dugnað. Hér má lesa nokkur dæmi um athugasemdir þeirra lesenda sem tilnefndu Guðmund Felix:

„Hann er hetja og fyrirmynd fyrir jákvæðni, kjark og heiðarleika.“ 

„Ber höfuð og herðar yfir alla. Maður aldarinnar. Þvílík þrautseigja, hugrekki og dugnaður hefur ekki sést hingað til hjá núlifandi íslendingum.“ 

Guðmundur Felix Grétarson. Mynd/Brynjar Snær Þrastarson

Öfgar

Aktívistarnir í Öfgum hafa vakið mikla eftirtekt á árinu sínu fyrir baráttu sína gegn þöggun og vitundarvakningu um stöðu kynferðisbrota hér á landi. Dæmi um það sem lesendur sögðu í tilefningum eru:

„Fyrir ötula baráttu gegn nauðgunarmenningu, kynbundnu ofbeldi og gerendameðvirkni.“ 

„Fyrir þrotlausa baráttu þeirra gegn kynferðisofbeldi og baráttu fyrir betra samfélagi“ 

Þórólfur Guðnason

Sóttvarnalæknir, Þórólfur Guðnason, hefur áfram verið áberandi í umræðunni og baráttunni við veiruna skæðu. Lesendur höfðu meðal annars eftirfarandi að segja um hann í tilnefningum sínum:

„Hann er búinn að bjarga þjóðinni í þessum COVID-heimsfaraldri“ 

„Er þakklát fyrir að eiga svo traustan og gegnheilan mann í COVID-19 brúnni.“ 

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Mynd: Sigtryggur Ari

Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir

Ragnheiður Ósk er framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og hefur gegnt lykilhlutverki í að bólusetja þjóðina. Í tilnefningum sagði meðal annars:

„Stóð sig frábærlega í skipulagningu bólusetninga og var glæsileg talskona framvarðasveitarinnar í því stóra og mikilvæga verkefni.“ 

„Hennar glaðlega framkoma í fjölmiðlum þar sem jákvæðni og bjartsýni hafa verið í fyrirrúmi hefur átt stóran hlut í því að gefa bólusetningarherferðinni það góða yfirbragð sem hún hefur.“ 

Mynd/Anton Brink

Kári Stefánsson

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hlaut fjölda tilnefninga sem flestar voru hreinlega rökstuddar með eftirfarandi snarpa en skýra hætti: „Fyrir óeigingjarnt starf í þágu þjóðar“ en eins og flestir vita hefur fyrirtæki Kára spilað stórt hlutverk í baráttunni við veiruna.

 

Vanda Sigurgeirsdóttir

Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður Knattspyrnusambands Íslands, gekk inn í starf sambandsins á erfiðum tímum eftir að sambandið var sakað um þöggun um meint kynferðisbrot landsliðsmanna. Með tilnefningum sögðu lesendur meðal annars:

„Fyrir að taka við KSÍ á erfiðum tímum og vera óhrædd við að sýna mannlega hlið þess að þurfa að taka þátt í erfiðum ákvörðunum.“ 

„Er að draga KSÍ og íþróttahreyfinguna upp úr svaðinu“ 

Haraldur Þorleifsson

Haraldur hefur staðið fyrir verkefninu „Römpum upp Reykjavík“ og bætt aðgengi hreyfihamlaðra í borginni til muna. Lesendur þakka honum óeigingjarnt starf hans í tilnefningum þar sem segir meðal annars:

„Árum og áratugum saman hafa samtök fatlaðra barist fyrir þessum umbótum en ekkert gengið of vel þar til Haraldur kemur inn í verkið eins og hvítur stormsveipur“ 

„Fyrir verkefnið Römpum upp Reykjavík. Þvílík snilld.“ 

 

Rúna Sif Rafnsdóttir

Þegar nokkra mánaða gamall drengur var hætt kominn þurfti Rúna Sif ekki að hugsa sig um tvisvar, þvert á móti taldi hún sig hafa unnið lottóvinning þegar hún komst að því að hún gæti gefið litla drengnum lífsgjöf með því að gefa honum hluta úr lifri sinni.

„Drengnum vegna gríðar vel í dag, þökk sé lífsgjöf þessarar hetju“

„Hún gaf líf og hvað er fallegra“

Rúna Sif – Mynd/Stöð 2

Helgi Seljan

Fjölmiðlamaðurinn Helgi Seljan hefur verið áberandi í umræðunni um útgerðina Samherja, en hart hefur verið sótt að honum úr ýmsum áttum fyrir hlut sinn í því að ljóstra upp um meint lögbrot fyrirtækisins í Namibíu. Í tilnefningum segir meðal annars:

„Fyrir hugrekki að taka fyrir umfjöllun um spillinguna sem er víða hér á landi.“ 

Edda Falak

Samfélagsmiðlastjarnan og baráttukonan Edda Falak hefur verið afar áberandi í umræðunni á árinu, þá einkum fyrir baráttu sína gegn kynferðislegu ofbeldi, nauðgunarmenningu og þöggun. Í tilnefningum segir meðal annars:

„Hefur bæði kjark og þor og hefur staðið sig frábærlega í ár með podkastið sitt, þrátt fyrir allskonar hótanir þá lætur hún það ekki beygja sig. Hún er flott fyrirmynd og stendur fyrir ímynd sjálfstæðrar og sterkrar konu“ 

Edda Falak. Mynd/Instagram
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósleiðari rofnað í tvígang í Húnavatnssýslum á skömmum tíma – Þungar áhyggjur

Ljósleiðari rofnað í tvígang í Húnavatnssýslum á skömmum tíma – Þungar áhyggjur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kynferðisbrotamaður sleppur með skilorð eftir að móðir og stjúpfaðir brotaþola létu hendur skipta

Kynferðisbrotamaður sleppur með skilorð eftir að móðir og stjúpfaðir brotaþola létu hendur skipta
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að Inga Sæland þurfi að passa sig: „Derringur er sjaldnast af hinu góða“

Segir að Inga Sæland þurfi að passa sig: „Derringur er sjaldnast af hinu góða“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ætla ekki að gera úrbætur á hættulegu hringtorgi þar sem keyrt var á átta ára dreng

Ætla ekki að gera úrbætur á hættulegu hringtorgi þar sem keyrt var á átta ára dreng