fbpx
Sunnudagur 02.febrúar 2025
Fréttir

Vildi rúmlega 2,2 milljónir eftir að hafa dottið og slasað sig fyrir utan Landspítalann

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 17. desember 2021 15:30

Landspítali

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómur féll í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli sem pólsk kona, búsett á Íslandi frá árinu 2015, höfðaði á hendur Landspítalanum vegna slyss sem hún lenti í fyrir utan aðalinngang spítalans og hafði varanlegar afleiðingar. Slyslið átti sér stað fyrir fjórum árum og er lýst svo í texta dómsins:

„Í máli þessu krefst stefnandi skaðabóta úr hendi stefnda vegna slyss sem hún varð fyrir þann 16. desember 2017 kl. 18:00 er hún féll fyrir utan aðalinngang Landspítalans í Fossvogi þegar hún átti erindi á spítalann til að heimsækja vin sinn sem lá sem sjúklingur inni á spítalanum. Við fallið fékk hún áverka á hægri ökkla og hné. Á þeim tíma sem slysið varð var skv. framlögðum fréttum mikið álag á bráðadeild Landspítalans því fjöldamargir þurftu að sækja læknisaðstoð til deildarinnar vegna hálkuslysa. Skv. framlögðu yfirliti úr atvikaskráningu Landspítala var nokkuð um að starfsfólk dytti vegna hálku dagana fyrir og eftir slysið m.a. á lóðum Landspítalans. Þá voru veðurfarsaðstæður með þeim hætti skv. framlögðu veðurfarsyfirliti Veðurstofu Íslands að dagana fyrir slysdag hafði verið mikið frost en á slysdegi hafði hlýnað nokkuð.“

Dómskvaddir matsmenn leiddu í ljós töluverðar afleiðingar af slysinu fyrir konuna. Hún starfaði við ræstingar og fylgdi vinnudeginum mikil aukaþreyta vegna áverkanna auk þess sem hún ætti erfitt með svefn vegna verkja. Í dómnum segir þetta um áverkamatið:

„Helstu niðurstöður matsins sem framkvæmt var af Arnbirni Arnbjörnssyni bæklunarskurðlækni og Hannesi I. Guðmundssyni lögfræðingi, voru að orsakatengsl væru milli líkamlegra einkenna stefnanda frá hægri ökkla og hluta einkenna frá hægra hné, og slyssins þann 16. desember 2017. Tímabil óvinnufærni stefnanda var frá 16. desember 2017 til 13. maí 2018 og hún taldist hafa verið veik sbr. 3. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 á sama tíma og óvinnufærnin varði, án rúmlegu. Varanlegur miski hennar var metinn 7 stig, þar af 5 stig vegna einkenna frá ökkla og 2 stig vegna einkenna frá hægra hné. Varanleg örorka stefnanda var metin 7% og stöðugleikatímapunktur þann 13. maí 2018. Eftir þann tíma að stefnandi byrjaði aftur að vinna eftir slysið, var ekki frekari bata að vænta.“

Landspítalinn segist ekki hafa gert rangt

Skaðabótakröfu sína á hendur Landspítalanum byggði konan á því að starfsmenn spítalans hefðu sýnt af sér saknæma vanrækslu með því að tryggja ekki hálkuvarnir á svæðinu. Landspítalinn neitaði þessu. Hann taldi ósannað að slysið hefði orðið vegna hálku og ósannað að starfsmenn hefðu ekki uppfyllt skyldur sínar varðandi hálkuvarnir.

Í sem stystu máli féllst dómurinn á röksemdir spítalans og taldi bæði þessi atriði ósönnuð í málatilbúnaði konunnar. Var spítalinn því sýknaður af bótakröfum hennar en málskostnaður fellur niður.

Dóminn má lesa hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósleiðari rofnað í tvígang í Húnavatnssýslum á skömmum tíma – Þungar áhyggjur

Ljósleiðari rofnað í tvígang í Húnavatnssýslum á skömmum tíma – Þungar áhyggjur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kynferðisbrotamaður sleppur með skilorð eftir að móðir og stjúpfaðir brotaþola létu hendur skipta

Kynferðisbrotamaður sleppur með skilorð eftir að móðir og stjúpfaðir brotaþola létu hendur skipta
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að Inga Sæland þurfi að passa sig: „Derringur er sjaldnast af hinu góða“

Segir að Inga Sæland þurfi að passa sig: „Derringur er sjaldnast af hinu góða“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ætla ekki að gera úrbætur á hættulegu hringtorgi þar sem keyrt var á átta ára dreng

Ætla ekki að gera úrbætur á hættulegu hringtorgi þar sem keyrt var á átta ára dreng