fbpx
Sunnudagur 02.febrúar 2025
Fréttir

Ingi dæmdi rúmenska ræningja sem rændu og rupluðu með sérhannaðri tösku

Ritstjórn DV
Föstudaginn 17. desember 2021 15:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir rúmenskir ríkisborgarar voru dæmdir til skilorðsbundinnar fangelsisvistar í Héraðsdómi Vesturlands í vikunni fyrir að hafa látið greipar sópa hér á landi.  Það var héraðsdómarinn Ingi Tryggvason sem kvað upp dóminn. Athygli vekur að þjófarnir eru sagðir hafa notað sérhannaða tösku til að fremja afbrot sín.

Þeir sem voru dæmdir heita Costel Mihai Pandele og Vasile Florin Cantaragiu.  Costel hlaut fimm mánaða fangelsisdóm en Vasile þriggja mánaða dóm auk þess sem þeir þurftu að greiða lögmönnum sínum há málsvarnarlaun, Costel rúmar 1,6 milljónir og Vasile rúmar 1,5 milljónir.

Eins og áður segir var félögunum gefið að sök að hafa rænt fatnaði, ilmvötnum og öðrum verðmæti úr nokkrum verslunum á um sex vikna tímabili í september og október á þessu ári. Alls var um níu ákæruliði að ræða en ræningarnir létu greipar sópa í átta verslunum á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og á Akureyri.

Alls frömdu mennirnir fjögur brot í sameiningu auk þess sem Costel framdi fjögur brot til viðbótar með tveimur öðrum mönnum sem sluppu við refsingar.  Í eitt skipti var Vasile hins vegar  einn að verki.

Í dómsorði kemur fram að brot ákærðu séu talin stórfelld og hafi félagarnir skýlaust viðurkennt sök sína. Þá kemur fram að þeir hafi ekki áður hlotið dóm hér á landi né erlendis að því er best er vitað.
Athygli vekur að í dómnum kemur fram að hinir ákærðu hafi, alla vega við hluta brotanna, notað tösku við myrkraverk sín sem var sérstaklega útbúin til að þjófavarnarhlið virkuðu ekki.

Ákæruliðirnir snerust um eftirfarandi brot:

8. september – rændu þremur töskum og tveimur skópörum úr verslun Evu á Laugaveg að vermæti 51.900 kr.
24. september – rændu ilmvötnum úr Lyf og Heilsu á Glerártorgi á Akureyri að verðmæti 114.082 kr.
24. september – Rændu fatnaði úr Ísabella á Glerártorgi á Akureyri að verðmæti 113.360 kr.
24. september – rænt tveimur úlpum og bol úr verslun 66° Norður á Skipagötu á Akureyri verðmæti 94.100 kr.
9. október – rændu fatnaði úr Sports Direct í Kópavogi að verðmæti 163.900 kr.
16. október – þrjár húfur að verðmæti 27.029 kr. úr verslun Bláa Lónsins
19.október – rændu tveimur Canada Goose-úlpum úr verslun Bláa Lónsins að verðmæti 158.978 kr
25. október – rændu ilmvötnum úr Hagkaup Skeifunni að verðmæti 221.883 kr.
27. október – rændu öðrum tveimur Canada Goose-úlpum úr Bláa Lóninu að verðmæti 151.962

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósleiðari rofnað í tvígang í Húnavatnssýslum á skömmum tíma – Þungar áhyggjur

Ljósleiðari rofnað í tvígang í Húnavatnssýslum á skömmum tíma – Þungar áhyggjur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kynferðisbrotamaður sleppur með skilorð eftir að móðir og stjúpfaðir brotaþola létu hendur skipta

Kynferðisbrotamaður sleppur með skilorð eftir að móðir og stjúpfaðir brotaþola létu hendur skipta
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að Inga Sæland þurfi að passa sig: „Derringur er sjaldnast af hinu góða“

Segir að Inga Sæland þurfi að passa sig: „Derringur er sjaldnast af hinu góða“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ætla ekki að gera úrbætur á hættulegu hringtorgi þar sem keyrt var á átta ára dreng

Ætla ekki að gera úrbætur á hættulegu hringtorgi þar sem keyrt var á átta ára dreng