Samkvæmt staðfestum heimildum DV er maður sem ákærður hefur verið fyrir manndráp af gáleysi, er Daníel Eiríksson heitinn lét lífið á föstudaginnn langa, fyrr á þessu ári, í gæsluvarðhaldi, að virðist síbrotagæslu til að stöðva afbrotahrinu mannsins.
Heimildir DV eru meðal annars úr fjölskyldu Daníels heitins. Rúmeninn er meðal annars grunaður um ítrekuð þjófnaðarbrot og líkamsárás. Líkamsárásarmálið snertir samlanda mannsins, 31 árs gamlan Rúmena, sem í lok ágúst sakaði manninn um miklar ógnanir, skemmdarverk og líkamsárás.
Aðalmeðferð í manndrápsmálinu verður samkvæmt heimildum DV á fyrri hluta næsta árs, líklega í febrúar. Verður safnað saman fleiri ákærum og þær teknar saman í eitt mál. Má því búast við mörgum og skrautlegum ákærum á hendur Rúmenanum á næstu vikum og allt verður tekið fyrir í einu og sama málinu á nýju ári, ásamt ákæru um manndráp af gáleysi.
Daníel heitinn lést eftir að hann hafði dregist með bíl Rúmenans um 14 metra en átök urðu á milli mannanna fyrir utan heimili Daníels í Kópavogi,
Rúmeninn situr núna í gæsluvarðhaldi í fangelsinu á Hólmsheiði.