fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Árni segir seðlabankastjóra eiga sér sögu um ritstuld – „Allt gert til að þagga málið niður“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 17. desember 2021 07:00

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og fram hefur komið í fréttum að undanförnu sakar Bergsveinn Birgisson, rithöfundur, Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóra, um ritstuld. Því harðneitar Ásgeir og hefur látið hafa eftir sér að hann sé undrandi yfir að hafa verið „þjófkenndur í fyrsta skipti á ævinni“.  Nú hefur Árni H. Kristjánsson, sagnfræðingur, stigið fram og segir að Ásgeir og fleiri hafi framið ritstuld við ritun Skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um rannsókn á aðdraganda og orsökum erfiðleika og falls sparisjóðanna. Skýrslan var gefin út 2014 og var Ásgeir einn af höfundum hennar.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að Árna hafi þótt það skjóta skökku við þegar Ásgeir lét þau ummæli falla að hann furði sig á að hafa verið „þjófkenndur í fyrsta skipti á ævinni“ því þetta sé ekki í fyrsta sinn sem hann hafi verið sakaður um ritstuld.

„Ég get engu svarað um þetta. Ég kom að þessu verki í raun á lokastigum, var einn margra höfunda að skýrslunni og fékk afhent efni sem mér var sagt að væri í eigu nefndarinnar. Ég veit ekki meira um málið,“ sagði Ásgeir í samtali við Fréttablaðið og bætti við að eftir því sem hann best viti sé efnið sem hann vann fyrir skýrsluna í eigu nefndarinnar.

Bók Árna, Hugsjónir, fjármál og pólitík: Saga SPRON í sjötíu og sjö ár, kom út hjá Sögufélaginu árið 2013. Segir Árni að sagnfræðilegur hluti rannsóknarnefndarinnar byggi að miklu leyti á rannsóknum hans en þeirra né hans sé samt sem áður hvergi getið í skýrslunni.

Árni var ráðinn til að skrifa sögulegt yfirlit um sparisjóði fyrir nefndina árið 2011 og afhenti afrit af ókláruðu handriti bók sem sýnishorn af vinnubrögðum sínum. Hann hætti störfum í febrúar 2012 vegna ágreinings um höfundarrétt en nefndin hélt handritinu og notaði það, að hans sögn, óspart við gerð skýrslunnar þrátt fyrir að hann hafi lagt blátt bann við því.

Þann 19. maí 2014 sendi Guðni Th. Jóhannesson, þáverandi forseti Sögufélagsins, Alþingi bréf þar sem óskað var eftir rannsókn á meintum ritstuldi. Guðmundur Jónsson, prófessor í sagnfræði, og Páll Sigurðsson, prófessor emeritus í lögfræði, voru skipaðir matsmenn og skiluðu álitsgerð til Alþingis í byrjun júlí 2015. „Niðurstaða okkar er sú að í allnokkrum tilvikum sé texti skýrslunnar svo líkur texta Árna H. Kristjánssonar, bæði varðandi orðalag og efni, að telja megi án vafa að um ritstuld sé að ræða,“ segir í niðurstöðum álitsgerðarinnar.

Fjölmiðlar fjölluðu upphaflega um málið 2014. Árni var að eigin sögn kominn langt með grein um málið í árslok 2016 en hún átti að birtast í tímaritinu Sögu. Þá veiktist sonur hans lífshættulega og láðist honum að ganga frá greininni. „Það sem fékk mig núna til þess að rakna úr rotinu með þetta mál er svívirðileg framkoma gagnvart Bergsveini Birgissyni og að Ásgeir skuli segja að hann hafi aldrei verið þjófkenndur fyrr. Honum hefur eflaust verið órótt þegar ég fór af stað á sínum tíma en þá var allt gert til þess að þagga málið niður,“ sagði hann í samtali við Fréttablaðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Hafberg í Lambhaga lætur samkeppnisaðila sinn heyra það

Hafberg í Lambhaga lætur samkeppnisaðila sinn heyra það
Fréttir
Í gær

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“
Fréttir
Í gær

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá