fbpx
Þriðjudagur 01.apríl 2025
Fréttir

Þyngdu dóm yfir íslenska barnaníðingnum í Danmörku – Markús nauðgaði dóttur sinni ítrekað þegar hún var fimm til níu ára gömul

Björn Þorfinnsson
Fimmtudaginn 16. desember 2021 10:30

Mynd/La Policía Nacional

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eystri Landsréttur í  Danmörku hefur þyngt dóm yfir íslenska barnaníðingnum Markúsi Betúel Jósefssyni sem fundinn var sekur um að hafa nauðgað dóttur sinni ítrekað á fjögurra ára tímabili þegar stúlkan var fimm til níu ára gömul. Markús neitaði sök en fyrr á árinu var hann dæmdur í fjögurra ára fangelsisdóm fyrir afbrot sín en hann ákvað að áfrýja dómnum til æðra dómstigs. Sá dómstóll kvað upp þann úrskurð að Markús ætti að sæta sex ára fangelsi. Á báðum dómstigum var ákveðið að eftir afplánun dómsins yrði Markúsi vísað úr landi og mætti aldrei aftur stíga fæti á danska grundu.

Sjá einnig: Markús dæmdur í fjögurra ára fangelsi

Sveitarfélagið í Nyborg í Danmörku tilkynnti um málið til lögreglunnar árið 2018 og þá hófst rannsókn málsins. Sú rannsókn leiddi ljós að nauðganirnar áttu sér stað á árunum 2006 til 2010 þegar Markús hafði umgengni við dóttur sína. Ofbeldið átti sér stað bæði á Íslandi og í sumarhúsi á Fjóni. Fram hefur komið að dóttir Markúsar hefur ekki séð föður sinn síðan árið 2010.

Þegar rannsókninni lauk var Markús búsettur  á Spáni og þann 2. júní 2020 var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald að honum fjarstöddum. Í kjölfarið var hægt að gefa út alþjóðlega handtökuskipun á hendur honum. 17. október 2020  var hann  handtekinn í Alicante á Spáni og hálfum öðrum mánuði síðar var hann framseldur til Danmerkur þar sem hann hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan.

Auk nauðgana var Markús einnig dæmdur fyrir að hafa hótað dóttur sinni ofbeldi og að hafa beitt hana ofbeldi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Gómez hvarf á afmæli yngsta barnsins og fannst 10 dögum síðar í Þorlákshöfn – „Þú ert búinn að valda mér og mínum tilfinningalegum skaða“

Gómez hvarf á afmæli yngsta barnsins og fannst 10 dögum síðar í Þorlákshöfn – „Þú ert búinn að valda mér og mínum tilfinningalegum skaða“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Egill furðu lostinn eftir ferðalag um vegi landsins og margir taka undir – „Hvað veldur og hvað er til ráða?“

Egill furðu lostinn eftir ferðalag um vegi landsins og margir taka undir – „Hvað veldur og hvað er til ráða?“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Notuðu 2.000 lítra af vatni til að slökkva eldinn

Notuðu 2.000 lítra af vatni til að slökkva eldinn
Fréttir
Í gær

Telur útilokað að Ísland gangi í ESB á kjörtímabili Trumps

Telur útilokað að Ísland gangi í ESB á kjörtímabili Trumps
Fréttir
Í gær

Segir rógi, rangfærslum og níði hafa verið beitt gegn Magnúsi Karli

Segir rógi, rangfærslum og níði hafa verið beitt gegn Magnúsi Karli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gæði vatnsins í Hveragerði ekki viðunandi en ekki talin heilsuspillandi

Gæði vatnsins í Hveragerði ekki viðunandi en ekki talin heilsuspillandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Opinber X-síða Hvíta hússins hneykslar – „Við munum finna ykkur – og við munum drepa ykkur“

Opinber X-síða Hvíta hússins hneykslar – „Við munum finna ykkur – og við munum drepa ykkur“