fbpx
Laugardagur 01.febrúar 2025
Fréttir

Svali á ekki von á miklum breytingum á Tenerife þrátt fyrir fjölgun smita – „Veldu að vera ekki hræddur og gerðu það sem þú vilt“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 16. desember 2021 17:18

Svali á Tenerife.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigvaldi Kaldalóns, Svali, býr á Tenerife, eins og flestum landsmönnum er kunnugt um, og rekur fyrirtækið Tenerife-ferðir. Hann segir að þrátt fyrir fjölgun smita á Tenerife og hækkun sóttvarnarráðstafana upp á stig 2 skynji fæstir mikla breytingu í umhverfinu og fólk sé lítið að spá í faraldurinn.

Smitum hefur farið fjölgandi jafnt og þétt á Tenerife. Smit í gær voru 320, sem er um 10 prósent fjölgun frá deginum áður, en íbúafjöldi er tæplega milljón. Til samanburðar voru Covid-smit á Íslandi um 170 í gær.

„Það hækkaði upp í stig 2 fyrir um viku. Það gildir fram á Þorláksmessu og þá verður tekin ákvörðun um framhaldið. Það er einhver umræða um að færa þetta upp á stig 3 en það skiptir aðallega máli fyrir nátthrafnana. Opnunartími bara yrði þá styttur en flest annað yrði óbreytt,“ segir Svali en barir eru núna opnir til þrjú á nóttunni.

Grímuskylda er víðtækari á Tenerife en á Íslandi. Þarf að bera grímu í öllum verslunum og á öllum veitingastöðum en það má taka niður grímuna þegar sest er niður. Þá hefur verið hert á fjöldatakmörkunum á veitingastöðum og mega t.d. hámark átta sitja við sama borðið.

Svali segir að honum þætti mjög ótrúlegt ef samkomutakmarkanir yrðu hertar mjög mikið fyrir jól. Svo mikið sé undir þar sem fjölmargar ferðir frá öllum heimshornum hafa verið seldar fyrir jólin.  „Þetta er búið að vera jójó ástand í gegnum þessar bylgjur og ef þeir herða of mikið þá lokar fólk bara stöðunum. Þá er fólk sem lengi var án vinnu aftur orðið atvinnulaust. Áttaíu prósent af afkomu eyjarinnar er í gegnum ferðamennsku og því eru þetta gríðarlega miklir hagsmunir,“ segir Svali og er  mjög vantrúaður á mikið hertar takmarkanir á næstunni þrátt fyrir fjölgun smita.

Varðandi þá Íslendinga sem væntanlegir eru til Tenerife á næstunni þá finnst honum fólk lifa í of miklum ótta. Hann mælir samt helst gegn mötuneytum á hótelum og það sé kannski fremur hættusamt að kaupa mat innifalin í hótelgistingu.

„Flest smit er tengd við stór boð þar sem margir koma saman og eru mjög lengi saman. Þess vegna er fyrst og fremst horft á útivistartímann varðandi mögulega hertar aðgerðir,“ segir Svali. Honum þykir Íslendingar vera aðeins of uppteknir af Covid:

„Það er mikill fókus á þetta í litlu íslensku samfélagi en ég velti því stundum fyrir mér hvort Covid þurfi alltaf að vera fyrsta frétt í öllum fjölmiðlum allan liðlangan daginn. Við vitum að þetta er þarna og verður þarna næstu misserin en er ekki eitthvað annað að frétta?“

Svali hvetur fólk til að gera það sem það vill og láta ekki óttann stjórna sér: „Ég segi, veldu að vera ekki hræddur og gerðu það sem þú vilt, hvort sem þú ert á Íslandi eða annars staðar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósleiðari rofnað í tvígang í Húnavatnssýslum á skömmum tíma – Þungar áhyggjur

Ljósleiðari rofnað í tvígang í Húnavatnssýslum á skömmum tíma – Þungar áhyggjur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kynferðisbrotamaður sleppur með skilorð eftir að móðir og stjúpfaðir brotaþola létu hendur skipta

Kynferðisbrotamaður sleppur með skilorð eftir að móðir og stjúpfaðir brotaþola létu hendur skipta
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að Inga Sæland þurfi að passa sig: „Derringur er sjaldnast af hinu góða“

Segir að Inga Sæland þurfi að passa sig: „Derringur er sjaldnast af hinu góða“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ætla ekki að gera úrbætur á hættulegu hringtorgi þar sem keyrt var á átta ára dreng

Ætla ekki að gera úrbætur á hættulegu hringtorgi þar sem keyrt var á átta ára dreng