Segja má að kaþólska kirkjan hafi gert atlögu að ímyndunarafli nokkura sikileyskra skólabarna nú nýverið en í messu sinni í Santissimo Salvatore basilíkunni í Noto á Sikiley beindi biskup kirkjunnar orðum sínum beint að börnunum þegar hann sagði: „Jólasveininn, er ekki til.“
Sagt er frá málinu á vef New York Times og er því þar lýst að hökur skólabarnanna hafi fallið til jarðar. Trölla-biskupinn hélt reyndar áfram og sagði að jólasveininn hefði lítinn áhuga á fjölskyldum með lítið milli handanna. „Rauði liturinn var valinn af Coca-Cola í auglýsingaskyni,“ sagði biskupinn og sagði stórfyrirtæki nota þennan ímyndaða jólavin barnanna sem tákn heilbrigða gilda.
Þegar eitt barnanna mótmælti yfirlýsingu biskupsins svaraði hann börnunum hástöfum og sagði þeim að segja við foreldra sína; „þið eruð að ljúga!“
Árás biskupsins í Sikiley er raunar ekki sú fyrsta sem jólasveinninn hefur þurft að þola frá kaþólsku kirkjunni. Segir í umfjöllun New York Times um málið að á hverju ári séu nokkrir kaþólskir prestar sem krefjast þess að jólin fjalli um Jesú og fórnir hans, frekar en jólasveininn.
Þannig mun prestur í bænum Magliano Alpi árið 2019 hafa sagt manninum að það væri ekki til neinn maður klæddur í rauð föt sem „galdraði“ fram gjafir. Ári áður grætti prestur í Sardiníu skólabörn með því að segja að jólasveininn væri í raun foreldrar þeirra.