fbpx
Laugardagur 01.febrúar 2025
Fréttir

Óttast að glæpagengi muni nota umhverfisvána sér í hag – Getur verið gríðarlega arðbært

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 16. desember 2021 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líkt og DV fjallaði um í dag varpar ný skýrsla lögreglu ljósi á skipulagða glæpastarfsemi hér á landi. Í skýrslunni er meðal annars minnst á hvernig glæpagengi geti nýtt sér umhverfismál með því að selja ólögmæta þjónustu sem brýtur gegn umhverfislöggjöfum. Í skýrslunni segir:

„Ljóst er að aukin áhersla ríkja heims á „grænar lausnir“, sjálfbærni, umhverfisvernd, líffræðilegan fjölbreytileika og að sporna gegn loftslagsbreytingum á margvíslegan annan hátt mun á komandi árum og áratugum leggja æ ríkari skyldur á herðar almenningi og fyrirtækjum varðandi umgengni við náttúruna. Talið er líklegt að skipulögð brotasamtök muni leitast við að hagnýta sér það og selja fyrirtækjum eða einstaklingum ólögmæta þjónustu sem brýtur gegn umhverfislöggjöf.“

Einnig kemur fram að barátta gegn umhverfisafbrotum geti þannig fallið undir aðgerðir stjórnvalda í umhverfisverndar- og loftslagsmálum með beinum hætti.

Umhverfisafbrot geta verið gríðarlega arðbær

Evrópulögreglan (e. Europol) hefur haldið því fram að umhverfisafbrot geti verið gríðarlega arðbær, og eru borin saman við fíkniefnasmygl í þeim efnum. Helsti munurinn á þessu tvennu séu þó viðurlögin, en í umhverfisafbrotum eru þau mun lægri auk þess sem erfiðara sé að greina brotin.

Lögreglan fundaði með Umhverfisstofnun við gerð skýrslunnar en í samantekt hennar segir:

„Umhverfisbrot geta skaðað umhverfið sjálft og stefnt öryggi og heilsu fólks í hættu. Mörg refsiverð brot eiga það sameiginlegt að þolandi þeirra er einungis einn, á meðan þolendur umhverfisbrota eru oft bæði umhverfið og fjöldi manna, jafnvel íbúar heilu borganna. Samstaða hefur þó tekist á alþjóðavettvangi um að greina þurfi á milli þeirrar refsiverndar sem umhverfið skuli njóta annars vegar og hagsmunir fólks hins vegar, þ.e. eignir þeirra, líf og heilsa.“

Umhverfisstofnun bendir á að umhverfisafbrot séu gjarnan efnahagsbrot, dæmi um þetta væri  stórfyrirtæki sem í sparnaðarskyni kaupir óviðunandi hreinsunarbúnað gegn mengun, eða láti hjá líða að koma slíkum búnaði upp. Ítarlegra dæmi sem er nefnt er mál frá janúar 2014 sem vísað var til lögreglunnar, þegar moldóvska flutningaskipið Just Mariiam var kyrrsett í höfn í Hafnarfirði, en áfangastaður skipsins var Líbanon. Í skipinu hafði verið safnað mikið af úrgangi, sem innihélt m.a. spilliefni, sem óheimilt er að flytja á milli landa án leyfis stofnunarinnar.

Hér er hægt að lesa skýrslu lögreglunnar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósleiðari rofnað í tvígang í Húnavatnssýslum á skömmum tíma – Þungar áhyggjur

Ljósleiðari rofnað í tvígang í Húnavatnssýslum á skömmum tíma – Þungar áhyggjur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kynferðisbrotamaður sleppur með skilorð eftir að móðir og stjúpfaðir brotaþola létu hendur skipta

Kynferðisbrotamaður sleppur með skilorð eftir að móðir og stjúpfaðir brotaþola létu hendur skipta
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að Inga Sæland þurfi að passa sig: „Derringur er sjaldnast af hinu góða“

Segir að Inga Sæland þurfi að passa sig: „Derringur er sjaldnast af hinu góða“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ætla ekki að gera úrbætur á hættulegu hringtorgi þar sem keyrt var á átta ára dreng

Ætla ekki að gera úrbætur á hættulegu hringtorgi þar sem keyrt var á átta ára dreng