Þrír menn voru í vikunni dæmdir í þrjátíu daga fangelsi í Héraðsdómi Norðurlands Eystra fyrir þjófnað.
Þann 22. febrúar á þessu ári brutust þremenningarnir inn í sumarbústað við Akureyri, og höfðu með sér á brott fjölbreytt þýfi. Þeir stálu rauðvínsflösku, hvítvínsflösku, kippu af Einstök-bjór, ausu, brýni, nokkrum appelsínum, og fótum undan Bang & Olufsen-hátalara.
Þeir reyndu þó að stela meiru, líkt og sjálfum Bang & Olufsen-hátalaranum, sem er metinn á 300.000 krónur. Auk þess gerðu þeir tilraun til að rupla ryksugu og ullarteppi.
Ástæðan fyrir því að þjófunum tókst ekki að nema alla hlutina á brott var sá að þeir voru gripnir glóðvolgir. forsvarsmaður eiganda bústaðarins kom að þeim í verknaðinum og því flúðu þeir á brott.
Tveir mannanna mættu ekki í dómsal, en sá þriðji gerði það og játaði sök. Þeir voru allir með sakaferill að baki, til að mynda fyrir umferðarlagabrot og þjófnað. Líkt og áður segir hlutu þeir þrjátíu daga fangelsisdóm fyrir atferli sitt.