fbpx
Laugardagur 01.febrúar 2025
Fréttir

Hæstiréttur mildaði dóm yfir nauðgara sem beitti ótrúlegum blekkingum – Þóttist vera annar maður

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 16. desember 2021 20:00

Hæstiréttur. Mynd: Eyþór

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hæstiréttur mildaði í dag dóm yfir nauðgara sem beitti konu ótrúlegum blekkingum, villti á sér heimildir í samskiptum við hana á Snapchat og þóttist vera annar maður. Hann mælti sér oftsinnis mót við hana á hótelbergjum, fékk hana til að hylja augu sín og hafði kynmök við hana á þeim forsendum að hann væri annar maður.

Maðurinn var dæmdur í fjögurra ára fangelsi í héraðsdómi fyrir brot sín og Landsréttur staðfesti þann dóm. Hæstiréttur mildaði hins vegar dóminn um eitt ár og felldi út einn ákærulið gegn manninum. Var þar fallist á þau sjónarmið mannsins að sá ákæruliður hefði verið of óskýr til að hann gæti tekið nægilega afstöðu til hans. Snerist sá ákæruliðir um að maðurinn hefði neytt konuna til samræðis með öðrum mönnum með hótun um að birta kynferðislegar myndir af henni sem hann hafði fengið hana til að senda sér. Var hann einnig sakfelldur fyrir að hafa fengið hana til að senda sér þessar myndir á þeim fölsku forsendum að hann væri annar maður.

Eins og fyrr segir mildaði Hæstiréttur dóminn yfir manninum um hálft ár en hækkaði hins vegar þær miskabætur sem hann er dæmdur til að greiða konunni, úr 1,8 milljónum króna upp í 2 milljónir. Í röksemdum fyrir ákvörðun miskabóta til handa þolanda mannsins segir svo um athæfi mannsins, í dómi Hæstaréttar:

„68. Þau brot sem ákærði hefur verið sakfelldur fyrir samkvæmt 1. og 3. lið ákærunnar eru sem fyrr segir mörg og stóðu yfir í langan tíma. Til þess að fremja brotin hafði hann samskipti við brotaþola á samskiptamiðlum undir nafni annars manns sem hún var hrifin af og stóð hún í þeirri trú að samskiptin væru við hann. Alvarlegust eru brot ákærða gegn kynfrelsi brotaþola samkvæmt 3. lið ákæru. Brotin voru framin af algeru skeytingarleysi um tilfinningar og andlega heilsu brotaþola og til þess fallin að grafa undan sjálfsmynd hennar. Af gögnum málsins er ljóst að brotin ollu henni miklum og langvarandi miska. Að þessu gættu en að öðru leyti með vísan til forsendna héraðsdóms sem vísað var til í hinum áfrýjaða dómi verða miskabætur til brotaþola ákveðnar 2.000.000 króna.“

Maðurinn er ekki nafngreindur í dómi Hæstarréttar en Vísir.is nafngreinir hann. Heitir maðurinn Gabríel Varada Snæbjörnsson. Í dómi Hæstaréttar er vikið að þeim vanda sem heimur samfélagsmiðla og nútíma snjalltækni hefur á meðferð kynferðisbrota í réttarkerfinu, segir þar:

„36. Þær nýju samskiptaleiðir sem samfélagsmiðlar bjóða upp á hafa valdið byltingu í samskiptum manna í milli. Þessir nýju miðlar hafa skapað möguleika á ýmiss konar áður óþekktum leiðum til að villa á sér heimildir og beita blekkingum og hótunum, þar á meðal í kynferðislegum tilgangi. Enda þótt umfangsmeiri breytingar hafi verið gerðar á kynferðisbrotakafla almennra hegningarlaga en á nokkrum öðrum kafla laganna á síðustu áratugum hefur löggjafinn átt fullt í fangi með að mæta kröfum um aukna refsivernd kynfrelsis einstaklinga og bregðast við þeim nýju tæknilegu möguleikum sem samfélagsmiðlar hafa skapað til brota í kynferðislegum tilgangi.

37. Lögregla, ákæruvald og dómstólar hafa jafnframt þurft að aðlaga rannsóknaraðferðir, ákærusmíð og beitingu refsiákvæða að nýrri tækni og nýjum samskiptamöguleikum. Rannsókn brota af þessu tagi getur verið flókin og tímafrek og tíðar breytingar á kynferðisbrotaákvæðum allt frá árinu 1992 hafa skapað vanda fyrir ákæruvald og dómstóla við að marka lagaskil milli eldri og yngri refsiákvæða en mikilvægt er að huga að þeim þætti við lagasetningu.“

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósleiðari rofnað í tvígang í Húnavatnssýslum á skömmum tíma – Þungar áhyggjur

Ljósleiðari rofnað í tvígang í Húnavatnssýslum á skömmum tíma – Þungar áhyggjur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kynferðisbrotamaður sleppur með skilorð eftir að móðir og stjúpfaðir brotaþola létu hendur skipta

Kynferðisbrotamaður sleppur með skilorð eftir að móðir og stjúpfaðir brotaþola létu hendur skipta
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að Inga Sæland þurfi að passa sig: „Derringur er sjaldnast af hinu góða“

Segir að Inga Sæland þurfi að passa sig: „Derringur er sjaldnast af hinu góða“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ætla ekki að gera úrbætur á hættulegu hringtorgi þar sem keyrt var á átta ára dreng

Ætla ekki að gera úrbætur á hættulegu hringtorgi þar sem keyrt var á átta ára dreng