fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
Fréttir

Fjölskyldudramað á Hótel Keflavík – Landsréttur hafnar lögbannskröfu – Rætt um að ráða dyraverði til að fylgjast með Davíð

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 16. desember 2021 18:45

Hótel Keflavík. Aðsend mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms varðandi lögbannskröfu Hótels Keflavíkur á komur Davíðs Jónssonar og eiginkonu hans á hótelið. Davíð er eigandi að rétt tæplega 20% hlut í hótelrekstrinum. Bróðir hans, Steinþór Jónsson, er hótelstjóri á staðnum og meirihlutaeigandi. Hann rak Davíð, yngri bróður sinn, úr starfi aðstoðarhótelstjóra árið 2018 og fékk hann síðan rekinn úr stjórn félagsins.

Undanfarin misseri hefur Davíð og eiginkonu hans verið neitað um afgreiðslu á hótelinu og hafa þau þurft að láta kaupa fyrir sig á barnum ef þau vilja fá sér drykk á þessu hóteli sem faðir Davíðs stofnaði og Davíð sjálfur starfaði á frá blautu barnsbeini. Hótel Keflavík krafðist lögbanns á komur Davíðs og eiginkonu hans á hótelið. Voru þau sökuð um áreitni við starfsfólk á staðnum. Sýslumaðurinn á Suðurnesjum hafnaði lögbannskröfunni og kærði Hótel Keflavík þann úrskurð til héraðsóms. Héraðsdómur staðfesti úrskurður sýslumanns og áfrýjaði Hótel Keflavík þeim úrskurði til Landsréttar. Sem fyrr segir staðfesti Landsréttur úrskurð héraðsdóms í dag og segir meðal annar í úrskurði Landsréttar:

„Krafa sóknaraðila um lögbann lýtur að komum varnaraðila á starfsstöðvar hans. Af hálfu varnaraðila er þeim tilvikum sem lýst er í lögbannsbeiðni sóknaraðila um komur þeirra á starfsstöðvar hans ekki sérstaklega mótmælt þótt leiða megi af málatilbúnaði aðila að þá greini á um tilgang og afleiðingar þeirra heimsókna fyrir rekstur sóknaraðila og starfsfólk hans. Þótt fallist yrði á með sóknaraðila að háttsemi varnaraðila á starfsstöðvum hans á nánar tilgreindu tímabili hafi verið til þess fallin að brjóta gegn lögvörðum rétti hans verður það eitt og sér ekki talið sönnun þess að frekari og ófyrirséðar komur þeirra á starfsstöðvar sóknaraðila muni eiga sér stað og hafa þær sömu afleiðingar í för með sér. Sóknaraðili hefur raunar ekki nema að litlu leyti rökstutt hvernig nefndar heimsóknir hafi brotið gegn lögvörðum rétti hans og hvernig réttindi hans muni fara forgörðum eða verða fyrir teljandi spjöllum verði hann knúinn til að bíða dóms um þau.“

Hlutafjáraukning samþykkt

Davíð sakar Steinþór bróður sinn um að standa fyrir tilhæfulausum hlutafjáraukningum í Hótel Keflavík í því skyni að freista þess að þynna út hlut Davíðs í fyrirtækinu og bola honum endanlega út úr því. Með hlutafjáraukningu sem var samþykkt þann 9. nóvember síðastliðinn hefur hlutafé í rekstrinum verið aukið um 160 milljónir á einu og hálfu ári þrátt fyrir góðan rekstur. Davíð segir enga málefnalegar ástæður fyrir þessum miklu hlutfjáraukningum, tilgangurinn sé að bola honum frá fyrirtækinu. Hann hefur þurft að leggja út 20 milljónir á undanförnu eina og hálfa ári til að halda hlut sínum. Hann hefur nú frest til 23. desember til að leggja fram 12 milljónir króna til að halda hlut sínum í fyrirtækinu.

„Það er ekki vilji til að fá lán hjá eigendum í stað hlutafjárhækkunar. Það væri auðvitað best fyrir eigendur ef það yrði gert. Þá fengi maður ávöxtun á þá peninga sem maður leggur í reksturinn,“ segir Davíð í samtali við DV.

Tala um að ráða „yfirfrakka“ á Davíð

Eins og komið hefur fram í fréttum áður eru ferðir Davíðs og eiginkonu hans um hótelið eitur í beinum stjórnenda hótelsins. Á hluthafafundinum þann 9. nóvember ræddi stjórnarformaðurinn Pétur Jónsson (sem vel að merkja er óskyldur þeim bræðrum) um að ráða sérstaka dyraverði til að fylgjast með ferðum Davíðs um hótelgangana. Sýnir þetta óneitanlega sérstakt andrúmsloft í fjölskyldufyrirtækinu. Þessi tillaga var ekki á dagskrá fundarins og var hún ekki sérstaklega afgreidd.

Steinþór Jónsson hefur ekki viljað ræða málefni hótelsins við fjölmiðla og staðfesti hann þá afstöðu sína í tölvupósti til blaðamanns DV þann 8. nóvember er honum voru sendar fyrirspurnir varðandi þá fyrirhugaða hlutafjáraukningu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilja banna innflutning frá Temu og Shein

Vilja banna innflutning frá Temu og Shein
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óánægjualda rís vegna umdeildra kaupa og áskrifendur flýja- „Það er fráleitt að kaupa sorpritið Mannlíf til þess að Reynir Traustason megi eiga áhyggjulaust ævikvöld“

Óánægjualda rís vegna umdeildra kaupa og áskrifendur flýja- „Það er fráleitt að kaupa sorpritið Mannlíf til þess að Reynir Traustason megi eiga áhyggjulaust ævikvöld“