Í nýrri uppfærslu á Apple TV, tvOS 15.2, er Íslandi svo sannarlega gert hátt undir höfði. Viðbótinni fylgja níu nýjar skjáhvílur (e. screen savers) og eru sex þeirra frá Íslandi en þrjár frá Skotlandi. Um er að ræða glæsileg myndband úr lofti, meðal annars frá landslagi við Mýrdalsjökul, Landmannalaugar og Langasjó.
Flestir eru með Apple TV þannig stillt að nýjar skjáhvílur koma inn smátt og smátt og því er ekki víst að Íslendingar geta notið myndbandanna strax. Áhugasamir geta þó farið í valmyndina „Aerial screensaver preferences“ og þaðan í „Settings“ og breytt niðurhalstíðni slíkra myndbanda í daglega.
Hin nýja viðbót þýðir að Ísland er í efstu sætum varðandi fjölda myndbanda sem Apple TV notar sem skjáhvílur. Aðeins eru fleiri myndbönd frá Kína, Yosemite-þjóðgarðinum og San Fransisco.
Hér má sjá skjáskot úr myndböndum frá Apple TV