fbpx
Laugardagur 01.febrúar 2025
Fréttir

Apple gerir Íslandi hátt undir höfði

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 16. desember 2021 15:05

Apple TV henti nýrri uppfærslu í loftið í vikunni - Þar kemur Ísland við sögu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýrri uppfærslu á Apple TV, tvOS 15.2, er Íslandi svo sannarlega gert hátt undir höfði. Viðbótinni fylgja níu nýjar skjáhvílur (e. screen savers) og eru sex þeirra frá Íslandi en þrjár frá Skotlandi. Um er að ræða glæsileg myndband úr lofti, meðal annars frá landslagi við Mýrdalsjökul, Landmannalaugar og Langasjó.

Flestir eru með Apple TV þannig stillt að nýjar skjáhvílur koma inn smátt og smátt og því er ekki víst að Íslendingar geta notið myndbandanna strax. Áhugasamir geta þó farið í valmyndina  „Aerial screensaver preferences“ og þaðan í „Settings“ og breytt niðurhalstíðni slíkra myndbanda í daglega.

Hin nýja viðbót þýðir að Ísland er í efstu sætum varðandi fjölda myndbanda sem Apple TV notar sem skjáhvílur. Aðeins eru fleiri myndbönd frá Kína, Yosemite-þjóðgarðinum og San Fransisco.

 

Hér má sjá skjáskot úr myndböndum frá Apple TV

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósleiðari rofnað í tvígang í Húnavatnssýslum á skömmum tíma – Þungar áhyggjur

Ljósleiðari rofnað í tvígang í Húnavatnssýslum á skömmum tíma – Þungar áhyggjur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kynferðisbrotamaður sleppur með skilorð eftir að móðir og stjúpfaðir brotaþola létu hendur skipta

Kynferðisbrotamaður sleppur með skilorð eftir að móðir og stjúpfaðir brotaþola létu hendur skipta
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að Inga Sæland þurfi að passa sig: „Derringur er sjaldnast af hinu góða“

Segir að Inga Sæland þurfi að passa sig: „Derringur er sjaldnast af hinu góða“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ætla ekki að gera úrbætur á hættulegu hringtorgi þar sem keyrt var á átta ára dreng

Ætla ekki að gera úrbætur á hættulegu hringtorgi þar sem keyrt var á átta ára dreng