fbpx
Laugardagur 01.febrúar 2025
Fréttir

Greiddi sjálfum sér af reikningum Rústik en greiddi ekki iðgjöld starfsfólksins til lífeyrissjóða – Þarf að greiða þrotabúinu milljónir í skaðabætur

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 15. desember 2021 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samúel Guðmundsson, athafnamaður, og félag hans S67 ehf. hafa verið dæmd til að greiða þrotabúi La Dolce Vita ehf. rúmlega 7,5 milljónir auk dráttarvaxta og auk þess gert að sæta riftingu á 13 greiðslum upp á um 21 milljón. 

Málið varðar veitingastaðinn Uno sem seinna var rekinn undir nafninu Rústik á Hafnarstræti við Ingólfstorg. Samúel Guðmundsson ásamt fleirum tók yfir rekstur veitingastaðarins árið 2017 en í nóvember 2018 var skellt þar í lás, rekstri hætt og varð staðurinn gjaldþrota í maí árið 2019.

Skulduðu 23 milljónir í vangreidd iðgjöld til lífeyrissjóða

Þrotabúið taldi ljóst að tilgreindar 13 greiðslur af reikningum veitingastaðarins til félagsins S67 ehf., sem er að fullu í eigu Samúels, hafi verið tilraun til að koma fjármagni undan kröfum kröfuhafa á borð við lífeyrissjóðina, en staðurinn hafi ekki staðið skil á iðgjöldum starfsmanna frá árinu 2017 og var um að ræða töluverðar fjárhæðir. Kröfur frá lífeyrissjóðum við gjaldþrotið námu um 23 milljónum.

Samúel hélt því fram fyrir dómi að greiðslurnar hafi verið laun fyrir fjármálastjórn hans og bókhaldsþjónustu auk þess sem um endurgreiðslu á veittum lánum væri að ræða. Félag hans, S67 ehf. hafi veitt veitingastaðnum töluverðar fjárhæðir í lán sem ekki væri búið að greiða á fullu. Þessi lán hafi verið veitt jafnvel áður en Samúel hóf afskipti af rekstrinum.

Þrotabúið benti á að það væri hálfundarlegt að halda því fram að Samúel í gegnum félag sitt ætti rétt á launagreiðslum fyrir fjármálastjórn, bókhald og launaútreikning þar sem á staðnum hafi verið starfandi rekstrarstjóri sem hafi sinnt þessum verkefnum.

Af dóminum að dæma mætti einnig ætla að bókhaldi og fjármálastjórn hafi verið nokkuð ábótavant í ljósi þess að staðurinn fór í þrot í mikilli skuld við lífeyrissjóðina.

Ótilhlýðlegar greiðslur Samúel til hagsbóta

Dómari tók undir með þrotabúinu að þegar fyrirtæki er hætt að standa í skilum við lífeyrissjóðina megi álykta að um nokkra greiðsluerfiðleika sé þá að ræða.

Dómari rakti að Samúel hafi tekið sæti í stjórn staðarins í apríl 2018 og frá þeim tíma hafi því félag hans S67 ehf. talist tengdur aðili en jafnvel fyrir þann tíma hafi Samúel mátt vera það ljóst að fjárhagsstaða veitingastaðarins væri mjög erfið. Því hafi greiðslurnar sem krafist var riftingu á verið „ótilhlýðilegar eins og á stóð og verið til hagsbóta fyrir stefnda S67 ehf. og á kostnað annarra kröfuhafa.“

Dómari taldi að umræddar greiðslur hafi orðið til þess að veitingastaðurinn gat ekki staðið í skilum við aðra kröfuhafa sína og það hafi Samúel átt að vita. Því var fallist á að rifta greiðslunum.

Varðandi skaðabótakröfuna taldi dómari ekki víst að allir reikningarnir sem S67 ehf. gaf út hafi verið tilhæfulausir.  Fimm þeirra hafi þó verið dagsettir um það leyti sem Samúel tók sæti í stjórn staðarins og á tíma þar sem fjárhagurinn var verulega slæmur. „Ekki verður annað séð en að reikningsgerð þessi hafi verið einhliða og til hagsbóta fyrri stefnda S67 ehf. og án tillits til annarra kröfuhafa stefnanda.“

„Stefnandi bendir á að allt frá árinu 2017 hafi stefnandi ekki staðið í skilum með greiðslu iðgjalda til lífeyrissjóða né önnur afdregin félagsgjöld starfsmanna. Lýstar forgangskröfur í þrotabúið séu að stærstum hluta frá lífeyrissjóðum vegna uppsafnaðra iðgjaldaskulda á löngum tíma.“ 

Þrotabúið krafðist þess enn fremur að Samúel og félagi hans yrði gert að greiða þessar 21 milljónir, sem höfðu verið millifærðar, í skaðabætur. Dómari féllst þó ekki á það nema frá þeim tíma sem Samúel hafði tekið sæti í stjórn.

„Ekki verður annað séð en að reikningsgerð þessi hafi verið einhliða til hagsbóta fyrir stefnda S67 ehf. og án tillits til annarra kröfuhafa.“ 

Dómari féllst því á að Samúel ásamt fyrirtæki hans S67 ehf. yrði gert að greiða þrotabúinu rúmlega 7,5 milljónir auk dráttarvaxta og málskostnað að auki.

Starfsfólki tilkynnt að það fengi ekki laun

Þann 3. nóvember 2018 greindi DV frá því að Rústik hefði skellt í lás og að starfsfólki veitingastaðarins hafi verið tilkynnt að ekki væri hægt að greiða þeim laun. Fengu þeir send eftirfarandi skilaboð:

„Kæra samstarfsfólk var að fá þær leiðinlegu fréttir að launin verða ekki greidd út. Hvet ykkur öll að tala við stéttarfélagið ykkar og skrá ykkur atvinnulaus hjá Vinnumálastofnun ekki seinna en á morgun.“ 

Einn starfsmaður, 19 ára kona, greindi DV frá því að fregnirnar hafi komið starfsfólki í opna skjöldu og sett fjárhagslegt öryggi þeirra í uppnám, þar sem margir treystu á launagreiðslurnar til að borga húsaleigu.

Kom það konunni spánskt fyrir sjónir í ljósi þess að eigandi staðarins hafi stundað það að mæta á veitingastaðinn með fjölskyldu og vinum og gert þar verulega vel við sig.

„Eigandinn kom oft með vinum og fjölskyldu að borða og keypti dýrasta vínið. Reikningurinn endaði oftast upp á um 200 þúsund krónur. Mér finnst furðulegt að hann gat gert það en ekki borgað svo starfsfólki sínu laun sem þau unnu fyrir“ 

Eftir að frétt DV birtist sá eigandinn, Samúel, þó að sér og fékk starfsfólk þá greidd þau laun sem þau höfðu unnið sér inn, en þó ekki laun vegna uppsagnarfrests.

„Kæra samstarfsfólk, launin eru komin inn á reikning ykkar og eigendur Rústik vilja biðja ykkur innilega afsökunar á þessari tveggja daga töf á greiðslunum.“ 

Eftir fréttaflutning DV sagði Samúel sig úr bankaráði Landsbankans.

Samúel er í dag eigandi fyrirtækisins Umbúðir og Ráðgjöf, SILO, Hreinlætislausnir, S67TBLSHOP Ísland – sem rekur verslun Timberland í Kringlunni, og Sjávarkaupa.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Vissi ekkert hvað hann var að gera þegar hann olli skelfilegu umferðarslysi

Vissi ekkert hvað hann var að gera þegar hann olli skelfilegu umferðarslysi
Fréttir
Í gær

Sigurði og félögum birt ákæra í stóra metamfetamín-málinu – Reyndu að smygla metamfetamín-kristöllum með bíl

Sigurði og félögum birt ákæra í stóra metamfetamín-málinu – Reyndu að smygla metamfetamín-kristöllum með bíl
Fréttir
Í gær

Flugslysið hörmulega: Ákvað að fara fyrr heim til að komast á stefnumót með kærastanum

Flugslysið hörmulega: Ákvað að fara fyrr heim til að komast á stefnumót með kærastanum
Fréttir
Í gær

Eydís allt annað en sátt við Ingu Rún: „Er konunni alvara?“

Eydís allt annað en sátt við Ingu Rún: „Er konunni alvara?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjáðu Þór bjarga Hugin – Myndband

Sjáðu Þór bjarga Hugin – Myndband
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjáðu myndir og myndband frá björgunarstörfum á Reykjanesbraut og Suðurstrandarvegi

Sjáðu myndir og myndband frá björgunarstörfum á Reykjanesbraut og Suðurstrandarvegi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakar RÚV um fúsk og óvönduð vinnubrögð- „Hvað næst RÚV?“

Sakar RÚV um fúsk og óvönduð vinnubrögð- „Hvað næst RÚV?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brynjar Karl sakar fréttamann um að hafa snúið út úr viðtali á versta veg – „Hvenær ætla menn að fatta að það er ekki hægt að leggja menn eins og mig í einelti?“

Brynjar Karl sakar fréttamann um að hafa snúið út úr viðtali á versta veg – „Hvenær ætla menn að fatta að það er ekki hægt að leggja menn eins og mig í einelti?“