fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Dómur fallinn í máli Guðmundar Freys – Myrti unnusta móður sinnar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 15. desember 2021 20:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómur er fallinn í máli Guðmundar Freys Magnússonar, 41 árs gamals Íslendings, sem varð unnusta móður sinni að bana á heimili þeirra í Torrvieja á Spáni 12. janúar árið 2020.

Í síðasta mánuði játaði Guðmundur morðið fyrir kviðdómi og mun það hafa verið virt honum til refsilækkunar. Var hann dæmdur í 17 ára fangelsi. Hann þarf jafnframt að greiða aðstandendum hins myrta 100.000 evrur í skaðabætur, sem er andvirði um 14,7 milljóna íslenskra króna. Þarf hann að greiða tveimur eftirlifandi börnum hins myrta 40.000 evrur hvoru og systur hans 20.000 evrur.

Frá þessu greinir spænski miðillinn Informacion. Í dómnum segir að sturlunarástand Guðmundar vegna mikillar fíkniefnaneyslu sé virt honum til refsilækkunar. En dómarinn sakar Guðmund einnig um grimmd og að hafa valdið unnusta móður sinnar óþarfa þjáningum með því að stinga hann margsinnis með hnífi og skilja hann eftir á lífi og blæðandi út.

Guðmundur viðurkenndi fyrir dómi í síðasta mánuði að hafa komið að heimili móður sinnar og kærasta hennar með þann ásetning að myrða manninn. Hann hafi klifrað yfri 2,5 m háan vegg til að komast að húsi móður sinnar og hins myrta. Hann viðurkennir að hafa klæðst hönskum til að hlífa höndum sínum, ennfremur að hafa tekið gaskút og brotið glerhurð með honum. Maðurinn, sem hafði vaknað við atgang Guðmundar Freys, fékk gaskútinn í sig. Guðmundur Freyr réðst síðan á manninn sem gat enga vörn sér veitt eftir að hafa fengið gaskútinn í sig. Stakk hann manninn margsinnis með hnífi þar sem hann lá í gólfinu. Móðir Guðmundar Freys reyndi að fá hann til að hætta árásinni en þá réðst hann á hana og veitti henni áverka. Guðmundur Freyr reyndi síðan að flýja af vettvangi en var handtekinn af spænsku lögreglunni er hann reyndi að flýja burtu á bíl. Morðvopnið, hnífurinn, fannst undir mottu í bílnum.

Sjúkraliðum á vettvangi tókst ekki að bjarga lífi fórnarlambsins.

Ekki komu vitni fyrir dóminn þar sem Guðmundur hafði áður játað sekt sína. Dómurinn var kveðinn upp fyrir 4-5 dögum.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Hafberg í Lambhaga lætur samkeppnisaðila sinn heyra það

Hafberg í Lambhaga lætur samkeppnisaðila sinn heyra það
Fréttir
Í gær

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“
Fréttir
Í gær

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá