fbpx
Laugardagur 01.febrúar 2025
Fréttir

Auglýsa eftir þekktum körfuboltamanni vegna umferðarlagabrots

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 15. desember 2021 15:00

Mynd/KB Prishtina

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra hefur gefið út ákæru á hendur Bandaríkjamanninum Nick Tomsick fyrir umferðarlagabrot þann 21. maí síðastliðinn. Er honum gefið að sök að hafa, skömmu eftir hádegi fimmtudaginn 27. maí 2021, ekið bifreið, með 109 km hraða á klukkustund um Þverárfjallsveg í Skagabyggð, þar sem leyfður hámarkshraði var 90 km á klukkustund.

Ekki hefur tekist að hafa uppi á Tomsick til að birta honum ákæruna og því er hún auglýst í Lögbirtingablaðinu. Þar er hann kvattur til að mæta fyrir Héraðsdóm Norðurlands vestra þann 18. janúar næstkomandi og standa fyrir máli sínu.

Nick Tomsick, sem er fæddur í Denver í Colarado-fylki en er auk þess með króatískt ríkisfang,  er körfuboltaáhugamönnum góðu kunnur en hann lék þrjú tímabil hér á landi með þremur liðum. Hann kom fyrst hingað til lands tímabilið 2018-2019 til að spila með Þór í Þorlákshöfn en flutti sig síðan um set til Stjörnunnar í Garðabæ þar sem hann landaði meðal annars  bikarmeistaratitli með liðinu. Á síðasta tímabili spilaði hann með Tindastól norðan heiða.

Fyrir þetta tímabil flutti Tomsick hins vegar af landi brott og gerði samning við KB Prishtina frá Kósovó. Þar er Tosmick byrjunarliðsmaður en liðið lúrir í fimmta sæti úrvalsdeildarinnar þar ytra.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Vissi ekkert hvað hann var að gera þegar hann olli skelfilegu umferðarslysi

Vissi ekkert hvað hann var að gera þegar hann olli skelfilegu umferðarslysi
Fréttir
Í gær

Sigurði og félögum birt ákæra í stóra metamfetamín-málinu – Reyndu að smygla metamfetamín-kristöllum með bíl

Sigurði og félögum birt ákæra í stóra metamfetamín-málinu – Reyndu að smygla metamfetamín-kristöllum með bíl
Fréttir
Í gær

Flugslysið hörmulega: Ákvað að fara fyrr heim til að komast á stefnumót með kærastanum

Flugslysið hörmulega: Ákvað að fara fyrr heim til að komast á stefnumót með kærastanum
Fréttir
Í gær

Eydís allt annað en sátt við Ingu Rún: „Er konunni alvara?“

Eydís allt annað en sátt við Ingu Rún: „Er konunni alvara?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjáðu Þór bjarga Hugin – Myndband

Sjáðu Þór bjarga Hugin – Myndband
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjáðu myndir og myndband frá björgunarstörfum á Reykjanesbraut og Suðurstrandarvegi

Sjáðu myndir og myndband frá björgunarstörfum á Reykjanesbraut og Suðurstrandarvegi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakar RÚV um fúsk og óvönduð vinnubrögð- „Hvað næst RÚV?“

Sakar RÚV um fúsk og óvönduð vinnubrögð- „Hvað næst RÚV?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brynjar Karl sakar fréttamann um að hafa snúið út úr viðtali á versta veg – „Hvenær ætla menn að fatta að það er ekki hægt að leggja menn eins og mig í einelti?“

Brynjar Karl sakar fréttamann um að hafa snúið út úr viðtali á versta veg – „Hvenær ætla menn að fatta að það er ekki hægt að leggja menn eins og mig í einelti?“