Tveimur mönnum var nú í nóvember birt ákæra héraðssaksóknara fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot en mönnunum er þar gefið að sök að hafa smyglað samtals 1,1 kílói af kókaíni.
Mennirnir eru sagðir hafa smyglað kókaíninu frá Rotterdam í Hollandi með leigubíl og lest í gegnum Þýskaland og til Danmerkur þaðan sem þeir tóku farþegaferjuna Norrænu til Seyðisfjarðar á Íslandi.
Annar maðurinn, hollenskur ríkisborgari mun hafa flutt samtals 678 grömm af efninu sem fundust í klefa hans í ferjunni, í farangri mannsins á gistiheimili á Egilsstöðum og innvortis. Afganginn af efnunum, um 423 grömm er hinn maðurinn, spænskur ríkisborgari, sagður hafa smyglað. Fundust þau efni á salerni sama herbergis á áðurnefndu gistiheimili sem og í safafernu í sama herbergi.
Saksóknari krefst þess að mennirnir verði gert að sæta refsingu, greiða allan sakarkostnað og að haldlögð efni verði gerð upptæk.
Málið var þingfest í gær í Héraðsdómi Reykjavíkur.