Í síðustu viku féllst Hæstiréttur á beiðni ákæruvaldsins varðandi áfrýjun á dómi Landsréttar. Um er að ræða mútu- og umboðssvikamál gegn Guðberg Þórhallssyni og Rúnari Má Sigurvinssyni, fyrrverandi þjónustustjóra hjá Isavia.
Í október hlutu tvímenningarnir dóm í Landsrétti. En árin 2015 og 2016 á Rúnar á að hafa þegið um þrjár og hálfa milljónir króna í mútur til þess að sjá til þess að miðar í bílastæðahlið á vegum Isavia yrðu keyptir af tæknifyrirtæki Guðbergs, Boðtækni, og það á hærra verði en eðlilegt gæti talist.
Beiðnin um áfrýjun á sér stað vegna þess að Leyfisbeiðandi ákæruvaldsins taldi það hafi verulega þýðingu að fá úrlausn Hæstaréttar um túlkun á ákveðinni grein almennra hegningarlaga um mútugreiðslur í einkarekstri.
Hægt er að lesa úrskurð Hæstaréttar hér, og dóm Landsréttar hér.