fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Sighvatur spyr hvort kona sé ekki maður?

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 13. desember 2021 08:00

Sighvatur Björgvinsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Er kona ekki maður? Sighvatur Björgvinsson, fyrrum ráðherra, skrifar grein í Morgunblaðið í dag þar sem hann varpar þessari spurningu fram og beinir til málfarsráðunautar RÚV.

Um er að ræða opið bréf til málfarsráðunautar RÚV. Í upphafi greinarinnar segir Sighvatur að um síðustu áramót hafi RÚV staðið fyrir því sem áður var nefnt val á manni ársins. En nú hafi svo borið við að þetta hafi verið sagt vera val á manneskju ársins. „Mér er sagt að ástæðan hafi verið sú að þú – málfarsráðunautur ríkisútvarpsins – hafir ekki viljað viðurkenna í orði að karlmenn og kvenmenn gætu hvor tveggja verið menn,“ segir Sighvatur.

Hann segir síðan að þar með hafi málfarsráðunautur RÚV verið ósammála Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrum forseta, sem sagði í kosningabaráttu sinni á sínum tíma: „Fólk á ekki að velja mig vegna þess að ég er kona, heldur vegna þess að ég er maður.“

Sighvatur ávarpar málfarsráðunautinn beint í grein sinni og beinir meðal annars eftirfarandi orðum til hans: „Þitt álit væri að með engu móti mætti rugla kynjunum saman með því að kalla bæði konur og karla menn. Ef svo er, hvernig stendur þá á því að þú heimilar ríkisútvarpinu að greina frá því að eftir sérhvern þátt sem fluttur er í RÚV og eftir sérhvern fréttatíma sé sagt að tæknimaður þáttarins hafi heitið þetta og hitt – karlmanns- eða kvenmannsnafni? Ef þú telur brýna nauðsyn bera til að kyngreint sé í starfsheiti og í tegundarheiti ellegar afstöðunafngift ber þá að sundurgreina t.d. mannúð og kvenúð – eftir því hvort kynið kemur við sögu – ellegar menningu og kvenningu, manngæsku og kvengæsku, manngreinarálit og kvengreinarálit o.s.frv. Eða ef þú vilt ekki kyngreina eftir því sem þú segir kyngreiningarheitið vera, hvernig viltu þá orða þetta undir samheitinu manneskja? Að tæknimanneskja þáttarins hafi verið …?“

Hann víkur síðan að málvitund og segir að flestir Íslendingar geri sér grein fyrir að við erfum málskilning og málvitund og þetta beri að varðveita. „Engu máli skiptir í því sambandi hvort kynin eru tvö eða sautján. Öll erum við menn,“ segir hann.

Hann segir að fráleitt sé að málfarsráðunauturinn beiti valdi sínu til að rugla málskilning landsmanna og taka upp kyngreiningu þar sem hún er ekki viðhöfð og engin þörf sé fyrir hana. „Karlmaður og kvenmaður eru bæði menn. Menning á við bæði kynin, mannúð líka, manngæska einnig. Sömuleiðis manngöfgi sem og allar þær nafngiftir sem táknaðar eru með heitinu maður. Karlmaður og kvenmaður eru bæði maður. Sá sem kjörinn er maður ársins getur verið hvort heldur sem er karl eða kona – eða aðhyllst hvert það kyn sem sagt er vera eiginlegt mannkyninu. Hví segi ég það? Ég segi það vegna þess að orðið „mannkyn“ merkir ekki bara kyn karla heldur kyngreind alls þess mannfólks sem jörð okkar byggir. Þarf virkilega að segja málfarsráðunaut RÚV það? Eða er menntun hennar ofar skynsemi?“ segir hann að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt
Fréttir
Í gær

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti