fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

Tímamót á Nýja-Sjálandi – Banna kynslóðum framtíðarinnar að reykja

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 11. desember 2021 17:00

Reykingar eru mjög hættulegar fyrir líkamlega og andlega heilsu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýsjálenska ríkisstjórnin hefur tilkynnt að hún hyggist banna næstu kynslóð að kaupa tóbak. Með þessu er stefnt að því að gera út af við reykingar í landinu. Samkvæmt frumvarpi ríkisstjórnarinnar verður þeim sem eru 14 ára og yngri í dag bannað að kaupa tóbak um alla framtíð.

The Guardian skýrir frá þessu. Ayesha Verrall, heilbrigðisráðherra, sagði á fimmtudaginn að samkvæmt lögunum muni lágmarksaldur til að mega reykja hækka árlega en með því verði hægt að gera næstu kynslóð landsmanna reyklausa. „Þetta er sögulegur dagur fyrir heilbrigði landsmanna,“ sagði hún.

Ríkisstjórnin ætlar einnig að grípa til fleiri aðgerða til að gera reykingar óaðlaðandi og erfiðar til að reyna að ná markmiði sínu um að landið verði orðið reyklaust með öllu innan fjögurra ára. Meðal annars verður dregið mjög úr leyfilegu magni nikótíns í tóbaksvörum, sölustöðum verður fækkað og auknu fé verður veitt til að aðstoða fólk við að hætta að reykja. Ekki verða settar hömlur á sölu rafretta og varnings tengdum þeim.

„Við viljum tryggja að ungt fólk byrji aldrei að reykja svo við ætlum að gera það ólöglegt að selja þeim eða útvega þeim tóbaksvörur. Fólk, sem er 14 ára þegar lögin taka gildi, mun aldrei geta keypt sér tóbak á löglegan hátt,“ sagði Verrall.

Reykingafólki hefur fækkað mikið á Nýja-Sjálandi síðasta áratuginn. 2018 reyktu 11,6% landsmanna en áratug áður var hlutfallið 18%. Verrall sagði að það væri raunhæft að ná því markmiði að gera landið reyklaust. Það sé allt á réttri leið hvað það varðar hjá þeim landsmönnum sem eru af evrópskum uppruna en hvað varðar frumbyggja af ættum Maíóra er staðan erfiðari. 29% þeirra reykja, nýju aðgerðunum sé beint að þeim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“