Fjölnir Geir Bragason lést í morgun, 56 ára gamall. Hann var oftast kallaður Fjölnir Tattoo enda var hann einn vinsælasti húðflúrari landsins og talinn einn sá allra færasti í faginu.
Fjölmargir hafa minnst Fjölnis á samfélagsmiðlum í dag, til að mynda Ásgeir Bragason, bróðir Fjölnis. „Þín er sárt saknað,“ skrifaði Ásgeir til bróður síns í færslu sem hann birti á Facebook-síðu sinni.
Frosti Logason fjölmiðlamaður skrifar:
„Elsku hjartans vinur. Hvílík sorg. Þvílíkur harmur. Ég á enn bágt með að melta fréttir dagsins, en Fjölnir Geir er víst horfinn á braut. Einn mesti höfðingi okkar kynslóðar. Sem hefur snert svo mörg okkar á einn eða annan hátt. Verk hans á skinni og í hjörtum okkar að eilífu.
Þessi risastóri karakter. Goðsögn.
Ég á engin orð.
Góða ferð elsku Fjölli.
Innilegar samúðarkveðjur til ættingja og vina.
F“
Steinunni Ólína Thorsteinsdóttir leikkona skrifar:
„Harmafregn. Hvíl í friði stóri hlýji Íslandsson Fjölnir. Þín verður sárt saknað. Innilegar samúðarkveðjur til barna Fjölnis, systkina og vina.“
Ari Matthíasson, fyrrverandi þjóðleikhússtjóri, minnist einnig Fjölnis. „Hann Fjölnir er mér harmdauði. Vegna þess að ég hef oft hitt hann og alltaf dáðst af mikilfeng hans og myndugleika og fallegu brúnu augum hans. Og líka vegna þess að ég þekkti pabba hans og átti við hann stórkostlegar samræður um lífið og listina,“ skrifar Ari í Facebook-færslu en færsluna má lesa í heild sinni hér fyrir neðan: