fbpx
Laugardagur 01.febrúar 2025
Fréttir

Jólalegasta lestin fer á rúntinn á morgun í fylgd bæði lögreglu og Hjálparsveit Skáta

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 10. desember 2021 13:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvort sem maður drekkur kók, pepsi eða hvorugt þá er það löngu orðin jólahefð hjá mörgum hér á landi að fylgjast með ferðalagi jólalestar CocaCola en jólalestin hóf sína árlegu hringferð um höfuðborgarsvæðið fyrir 26 árum síðan.

Jólalestin verður á ferðinni á morgun, laugardaginn 11. desember og leggur af stað klukkan 17:00. Nú verður hægt að fylgjast með ferðalagi lestarinnar í gegnum sérstaka vefsíðu þar sem staðsetningin verður gefin upp í rauntíma.

Í tilkynningu frá CoccaCola á Íslandi segir:

„Ljósum prýdd jólalest CocaCola leggur af stað frá Stuðlahálsi kl. 17:00, laugardaginn 11. desember í ár en þaðan ferðast hún um helstu hverfi höfuðborgarinnar og nærsveita áður en hún snýr aftur heim. „Því miður mun jólalestin ekki stoppa á völdum stöðum í ár vegna sóttvarna, en að venju hafa stórir hópar fólks á öllum aldri safnast saman á þeim stöðum. Við vonumst þó til að geta endurvakið þá hefð að ári,“ segir Einar Snorri Magnússon, forstjóri CocaCola á Íslandi og segir það einlæga von alls starfsfólks að sem flestir eigi gleðileg og sóttfrí jól. 

Jólalestin er mikið sjónarspil og keyrir um höfuðborgarsvæðið með skemmtileg jólalögum í fylgd bæði lögreglu og Hjálparsveit Skáta, sem tryggja að allt gangi vel fyrir sig. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu beinir því til fólks að sýna aðgát og koma ekki of nálægt lestinni.“ 

Það varst þú sem komst með jólin til Svölu og Björgvins Halldórssonar, en á heimili blaðamanns er það jólalestar-auglýsingin sem kemur með jólin á heimilið. Það er fyrst þegar búið er að horfa á auglýsinguna sem jólin mega koma fyrir blaðamanni.

Einar Snorri tekur í svipaðan streng en haft er eftir honum í tilkynningu:

„Það er ekki bara jólalestin sem kemur til landsmanna á ári hverju heldur einnig hin klassíska jólaauglýsing CocaCola, „Holidays are coming“ en hún kemur ófáum í jólagírinn og hefur verið sýnd í sjónvarpi á Íslandi á hverju ári síðan 1995, og munum við að sjálfsögðu halda í þá hefð.

Við gerum þó ávallt eitthvað nýtt í bland og jólaauglýsing CocaCola í ár færir okkur fallega jólasögu um fólkið í blokkinni og hvernig jólin geta verið töfrandi, ef við njótum þeirra saman.“ 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ólöf Tara er látin

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Flugslysið hörmulega: Ákvað að fara fyrr heim til að komast á stefnumót með kærastanum

Flugslysið hörmulega: Ákvað að fara fyrr heim til að komast á stefnumót með kærastanum
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Eydís allt annað en sátt við Ingu Rún: „Er konunni alvara?“

Eydís allt annað en sátt við Ingu Rún: „Er konunni alvara?“
Fréttir
Í gær

Ljósleiðari rofnað í tvígang í Húnavatnssýslum á skömmum tíma – Þungar áhyggjur

Ljósleiðari rofnað í tvígang í Húnavatnssýslum á skömmum tíma – Þungar áhyggjur
Fréttir
Í gær

Kynferðisbrotamaður sleppur með skilorð eftir að móðir og stjúpfaðir brotaþola létu hendur skipta

Kynferðisbrotamaður sleppur með skilorð eftir að móðir og stjúpfaðir brotaþola létu hendur skipta
Fréttir
Í gær

Sakar RÚV um fúsk og óvönduð vinnubrögð- „Hvað næst RÚV?“

Sakar RÚV um fúsk og óvönduð vinnubrögð- „Hvað næst RÚV?“
Fréttir
Í gær

Brynjar Karl sakar fréttamann um að hafa snúið út úr viðtali á versta veg – „Hvenær ætla menn að fatta að það er ekki hægt að leggja menn eins og mig í einelti?“

Brynjar Karl sakar fréttamann um að hafa snúið út úr viðtali á versta veg – „Hvenær ætla menn að fatta að það er ekki hægt að leggja menn eins og mig í einelti?“